sunnudagur, febrúar 29, 2004
Í gærkvöldi talaði ég m.a. við nokkra Pólverja sem eru nýkomnir hérna til Aalborg. Þeim finnst náttúrulega allt voðalega dýrt hérna eins og flestum öðrum en Íslendingum. Ég sagði þeim auðvitað að heima væri allt dýrara og við fórum að bera saman verðlag. Það kom upp úr dúrnum að hægt er að leigja fína þriggja herbergja íbúð á besta stað í Gdansk í Pólandi á svona um það bil 25 þús. íslenskar. Einn strákurinn var líka að selja bílinn sinn, Golf '98 módel, og söluverðið var um það bil 140 þús íslenskar. Hvað er maður eiginlega að púkka upp á það að hanga hérna á norðurslóðum allan ársins hring? Auðvitað veit ég að launin þarna eru líka lægri en það væri hægt að vinna í nokkra mánuði heima og spara svoldið fara svo í gott, ódýrt og langt frí til Austur Evrópu. Ahhh, það væri gott. Mér finnst nefnilega svo afskaplega gaman að gera ekki neitt.
Svaka stuð í gær. "The Simulation game" tókst bara mjög vel og þetta var bara ótrúlega skemmtilegt. Á eftir var náttúrulega ákveðið að fara og fá sér bjór eða tvo sem endaði auðvitað með því að ég kom ekki heim fyrr en um 5 í nótt. Við slógumst í ferð með Erasmus félaginu og fórum á pöbbarölt, fór inn á marga bari sem ég hef aldrei farið inn á áður. Fyndið að fara að djamma og tala bara alls enga íslensku en hellings ensku og slatta dönsku og meira að segja smá þýsku. Er að reyna að vera dugleg að tala dönskuna og ég finn að þetta kemur ef maður reynir.
Ég held því að ég geri þetta bara að þynnkudegi og verði svo uber dugleg í næstu viku. Og hana nú. Prófið nálgast, það eru rúmar þrjár vikur í það og tæpar fimm vikur þangað til ég fer heim í páskafrí.
Ég held því að ég geri þetta bara að þynnkudegi og verði svo uber dugleg í næstu viku. Og hana nú. Prófið nálgast, það eru rúmar þrjár vikur í það og tæpar fimm vikur þangað til ég fer heim í páskafrí.
föstudagur, febrúar 27, 2004
Í dag bar nokkuð skemmtilegt fyrir augu mín. Ég sá 4-5 fallega drengi fara í heitapottinn á stuttbuxum einum fata í ræktinni. Stórt bros braust út við þessa sjón.
Það kom að því að ég segði þetta eða skrifaði, fjandans lánasjóðurinn. Ég er ekki enn búin að fá lánið þrátt fyrir að vera búin að skila inn einkunnum svo að ég skrifaði þeim mail. Svarið var að ég hefði ekki skilað inn lokatekjuáætlun fyrir 2003. Fjandans bull, ég gerði það fyrir löngu síðan. Ég man alveg eftir því, var með mömmu á msn til að segja mér hvað ég hefði nú haft miklar tekjur skv. síðasta launaseðli. Ég nenni samt ekki að tuða í þeim heldur fylli þetta bara út aftur.
Ætladi nu ad vakna i morgun og gera eitthvad en tad vard nu eitthvad litid ur tvi. Akvad bara ad sofa ut tar sem eg tarf ad vakna klukkan atta i fyrra mali. A morgun er tessi simulation game tar sem vid tykjumst vera a radstefnu Evropurikja til ad ræda um hinar ymsu krysur sem upp eru komnar i alfunni. Tetta a ad standa allar daginn fra 9-5 og vid turfum ad mæta fint klædd og svona. Eg, asamt polska Greg og kananum Megan, erum fulltruar Spanar. Tetta verdur frodlegt.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Mig langar í kók og snakk.
Mig langar til útlanda í langt og gott frí.
Mig langar að flytja til útlanda og fara í skóla.
Mig langar að vera alltaf fyrir norðan hjá fjölskyldunni minni.
Mig langar að vera svaka mjó og fín og falleg.
Mig langar að gifta mig, eignst börn og vera hin fullkomna heimavinnandi húsmóðir.
Mig langar að fá svaka góða vinnu og vera alltaf frjáls og óháð.
Mig langar að fara heim og hvíla mig.
Mig langar að búa í Reykjavík og halda áfram hinu áhyggjulausa, áreynslulausa lífi.
Mig langar að læra frönsku, spænsku, rússnesku, arabísku, kínversku...
Mig langar að verða ástfangin.
Mig langar að lesa helling af góðum bókum.
Mig langar í enn fleiri ilmvötn.
Þetta skrifaði ég fyrir hálfu ári síðan. Þetta er allt gott og gilt nema fyrsta atriðið, mig langar ekki lengur í kók og þriðja atriðið því ég er að gera það. Síðasta atriðinu hefur líka verið fullnægt í bili, ég keypti mér ilmvatn í fríhöfninni fyrir afmælispeninginn frá ömmu. Spurning hvenær ég næ að gera rest.
Mig langar til útlanda í langt og gott frí.
Mig langar að flytja til útlanda og fara í skóla.
Mig langar að vera alltaf fyrir norðan hjá fjölskyldunni minni.
Mig langar að vera svaka mjó og fín og falleg.
Mig langar að gifta mig, eignst börn og vera hin fullkomna heimavinnandi húsmóðir.
Mig langar að fá svaka góða vinnu og vera alltaf frjáls og óháð.
Mig langar að fara heim og hvíla mig.
Mig langar að búa í Reykjavík og halda áfram hinu áhyggjulausa, áreynslulausa lífi.
Mig langar að læra frönsku, spænsku, rússnesku, arabísku, kínversku...
Mig langar að verða ástfangin.
Mig langar að lesa helling af góðum bókum.
Mig langar í enn fleiri ilmvötn.
Þetta skrifaði ég fyrir hálfu ári síðan. Þetta er allt gott og gilt nema fyrsta atriðið, mig langar ekki lengur í kók og þriðja atriðið því ég er að gera það. Síðasta atriðinu hefur líka verið fullnægt í bili, ég keypti mér ilmvatn í fríhöfninni fyrir afmælispeninginn frá ömmu. Spurning hvenær ég næ að gera rest.
Nautakjötið var svoldið seigt, tilbúna flöskusósan ekkert sérstaklega góð og kókið danskt en þetta var nú samt allt í lagi. Fínt að fá eitthvað annað en kjúkling einu sinni. Verst að nú "ilmar" herbergið af steikingunni.
Daninn hérna við hliðina virðist vera að flytja út. Annað hvort það eða að hann standi í svaka hreingerningu. Maðurinn á svona x10 sinnum meira dót en ég. Svo sem ekki skrítið þar sem ég hef aldrei flutt almennilega hérna inn þannig. Byrja meira að segja að flytja drasl aftur heim núna í páskafríinu.
Daninn hérna við hliðina virðist vera að flytja út. Annað hvort það eða að hann standi í svaka hreingerningu. Maðurinn á svona x10 sinnum meira dót en ég. Svo sem ekki skrítið þar sem ég hef aldrei flutt almennilega hérna inn þannig. Byrja meira að segja að flytja drasl aftur heim núna í páskafríinu.
Það er sko veisla í Þórukoti í kvöld. Ég ætla að elda eitthvað nautakjöt og sósu og kartöflur. Langar bara svo rosalega í "mat". Svo verða nóakúlur í eftirmat.
Rett i tessu sa eg mann her frammi tala i tikallasima. Tad er nu ordid sjaldsed a tessum sidustu og verstu.
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Er gjörsamlega að tapa mér yfir þessu internship kjaftæði. Ég er búin að skoða helling af mögulegum og ómögulegum stofnunum og samtökum á netinu. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert voðalega bjartsýn á að fá eitthvað. Í fyrsta lagi er Íslandi ekki í Evrópusambandinu og í öðru lagi kann ég bara alls enga frönsku. Þetta tvennt er oft hluti af nauðsynlegum "eiginleikum" umsækjanda. Fékk geðveikt stresskast yfir þessu í gær en er núna nokkurn veginn búin að jafna mig á því. Ég sæki bara um þar sem ég get og byrja á því í hvelli og svo verður restin bara að koma í ljós. Það versta sem gerist er að ég fer ekkert og verð að taka mér frí í eina önn. Þrátt fyrir allt yrði það nú ekki endir alls.
Í dag fór ég líka í dönskumat. Ég er semsagt að fara á dönskunámskeið og það þurfti að meta hvar ég stæði. Þetta mat fólst í því að ég spjallaði við hana Lísulottu í 10 mínútur um hvað ég væri að gera í Danmörku, hvað ég hefði verið að gera heima o.s.frv. Ég var nú bara hissa hvað ég gat babblað mikið á dönskunni. Niðurstaðan var sú að ég væri semsagt á level 3 af 5. Svo er bara að bíða eftir bréfi frá þeim þegar ég kemst á námskeið. Danir virðast mjög hrifnir af löngum ferlum.
Í dag fór ég líka í dönskumat. Ég er semsagt að fara á dönskunámskeið og það þurfti að meta hvar ég stæði. Þetta mat fólst í því að ég spjallaði við hana Lísulottu í 10 mínútur um hvað ég væri að gera í Danmörku, hvað ég hefði verið að gera heima o.s.frv. Ég var nú bara hissa hvað ég gat babblað mikið á dönskunni. Niðurstaðan var sú að ég væri semsagt á level 3 af 5. Svo er bara að bíða eftir bréfi frá þeim þegar ég kemst á námskeið. Danir virðast mjög hrifnir af löngum ferlum.
mánudagur, febrúar 23, 2004
Fékk enga bollu. Það voru bara gerbollur til í bakaríinu mínu. Ég hef aldrei verið hrifin af þeim. Keypti samt sérbakað vínarbrauð í tilefni dagsins en þau eru ansi góð hérna.
Jæja ég er loksins búin með CV-ið mitt eða svona þangað til kerlingin á internshipskrifstofunni kemur með athugasemdir sínar. Annars er ég ótrúlega lítið búin að gera í dag, ótrúlegt hvað dagurinn líður hratt þegar maður þarf aðeins að útrétta og vesenast. En jú reyndar fékk ég pakka í dag. Vettlinga sem mamma prjónaði og kúlusúkk og kúlur. Ég ætla ekki að opna pokana í dag. Þarf svo að mæta snemma í skólann á morgun til þess að ræða um hópverkefnið. Ohhh.
ó mæ god. Þetta brúðkaup þeirra Tristu og Ryans er eitt það hallærislegasta sem ég hef séð. En ég horfi nú samt. Ef ég gifti mig nú einhvern tímann þá verður sú athöfn stutt og hnitmiðuð.
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Gerði góða ferð til Arhus. Fjölskyldan bregst ekki frekar en fyrri daginn. Ég segi bara takk fyrir mig. Nú er bara að fara að nenna að gera eitthvað.
laugardagur, febrúar 21, 2004
Alþjóðlega matarteitið tókst með miklum ágætum. Ég passaði mig þó á því að verða ekki of kennd þar sem ég er að fara núna eftir að hitta ættingja mína í Arhus. Enn einu sinni lenti maður í hálfgerðu landkynningarhlutverki, allir virðast hafa einhvern áhuga á Íslandi. Indverjinn Tree er að fara þangað í júní, ætlar að vera í viku og hlakkar voða til. Við sögðum honum það að þetta væri skemmtilegur tími þar sem dagurinn væri svo langur, það væri alltaf bjart. Hann var svoldið lengi að skilja okkur en þegar hann áttaði sig á því að meintum bókstaflega að það væri bjart allan sólarhringinn þá fékk hann næstum hjartaáfall sökum undrunar.
En nú þarf ég að fara að undirbúa Arhusferðina.
En nú þarf ég að fara að undirbúa Arhusferðina.
föstudagur, febrúar 20, 2004
Sit hér og drekk Tuborg úr plastflösku fyrir framan Beverly Hills í sjónvarpinu. Svaka stuð. En annars er ég að fara í svokallað international foodparty í skólanum. Ég, algjörlega hugmyndasnauð að venju, bjó til rækjusalat eins og ég gerði við sama tækifæri á síðustu önn. Á morgun er það svo Arhus, ætla að heimsækja Þóru frænku, Danna og litlu Elísabet. Það kom að því að við myndum hittast og alveg týpískt að við myndum gera það fyrst í Danmörkunni. Við bjuggum í tíu mínútna göngufjarlægð frá hvorri annari heima á Íslandi í einhver tvö ár.
Í hádeginu í dag ákvað ég að fara í sund. Það er eins með bíómenninguna, sundmenning Dana er lítt þróuð. Í fyrsta lagi eru bara innilaugar hér en ég fyrirgef þeim það svosem því heita vatnið er dýrt. En það voru líka engir heitir pottar ekkert gert ráð fyrir því að maður vilji og geti slakað á. Í lauginni var svo náttúrulega fólk, krakkar að leika sér og fullorðnir að synda. Það var svo mikið óskipulag. Fólk synti ekki eftir brautum eða neitt svo nýtingin var afskaplega léleg. Einnig voru sundmennirnir sjálfir einkennilegir. Ég er nú ekki mikill sundmaður en mér leið eins og væri bara ólympíumeistari þarna í lauginni. Fólk synti bara bringusund með hausinn upp úr og alveg lúshægt. Og nú er ég ekki bara að tala um einhverja gamlingja heldur voru þarna drengir á mínum aldri sem syntu eins og þeir væru kerlingar á elliheimili.
En jæja ég ætla að hætta að úthúða Dönunum. Sumir hlutir eru alls ekki svo slæmir hér, bjór- og hjólamenningin er til að mynda mun betri en heima.
En jæja ég þarf að fara að gera mig sæta fyrir átið.
Í hádeginu í dag ákvað ég að fara í sund. Það er eins með bíómenninguna, sundmenning Dana er lítt þróuð. Í fyrsta lagi eru bara innilaugar hér en ég fyrirgef þeim það svosem því heita vatnið er dýrt. En það voru líka engir heitir pottar ekkert gert ráð fyrir því að maður vilji og geti slakað á. Í lauginni var svo náttúrulega fólk, krakkar að leika sér og fullorðnir að synda. Það var svo mikið óskipulag. Fólk synti ekki eftir brautum eða neitt svo nýtingin var afskaplega léleg. Einnig voru sundmennirnir sjálfir einkennilegir. Ég er nú ekki mikill sundmaður en mér leið eins og væri bara ólympíumeistari þarna í lauginni. Fólk synti bara bringusund með hausinn upp úr og alveg lúshægt. Og nú er ég ekki bara að tala um einhverja gamlingja heldur voru þarna drengir á mínum aldri sem syntu eins og þeir væru kerlingar á elliheimili.
En jæja ég ætla að hætta að úthúða Dönunum. Sumir hlutir eru alls ekki svo slæmir hér, bjór- og hjólamenningin er til að mynda mun betri en heima.
En jæja ég þarf að fara að gera mig sæta fyrir átið.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Í stað þess að fara að læra þegar ég kom heim áðan ákvað ég bara að elda. Ég er svöng og engin ástæða til þess að bíða fram að kvöldmat. Svo ætla ég að horfa á Skadestuen og svo læri ég kannski í kvöld. Nenni einhvern veginn ekki að stressa mig yfir þessu í dag. Jæja kjúklingurinn er alveg að verða tilbúinn.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Ég held ég sé loksins búin að finna út úr því hvað ég vil verða þegar ég verð stór, neytandi. Mig langar í íbúð, bíl, húsgögn, föt, veitingahúsaferðir, ferðalög innan lands og utan o.s.frv. Já svona er ég nú grunn. Ég er bara orðin hundleið á því á eiga aldrei almennilega bót fyrir boruna á mér og koma mér aldrei almennilega fyrir á neinum stað. Ég er bara eins og allir hinir, nenni hvorki né langar neitt sérstaklega að verða meira en meðalmanneskja.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Fór í danskan eróbik tíma í dag. Gat svona nokkurn veginn fylgst með en það er nú erfiðara á dönskunni. Ég var nú samt ekki lélegust þótt ég hafi líklegast verið sú lélegasta í dönskunni. Byrjaði á CV-inu í morgun, hvernig segir maður stúdentspróf á ensku? Og fyrst ég er komin út í þetta, hvernig segir maður stíflulosandi á dönsku? Sturtan er bara að verða alveg stífluð og Ítalinn virðist ekkert ætla að gera í því svo ég verð víst að gera eitthvað. Jæja Skadestuen (ER) er byrjuð aftur, verð að snúa mér að imbanum.
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Hilmir snýr aftur var bara prýðileg þótt danskt bíó skemmdi svoldið fyrir. Ég hef margt út á danska bíómenningu að setja. Í fyrsta lagi reykja þeir fyrir framan salina þannig að það er eins og maður sé bara á djamminu. Bíóin, hérna í Aalborg allavega, eru líka lítil og ljót. Afskaplega lítill halli á sætunum og svona. Það er líka sætakerfi þannig að maður fær sitt sæti eins og í leikhúsi. Það getur sjálfsagt verið ágætt stundum en þetta þýddi að í gær voru öftustu 6-7 bekkirnir alveg fullskipaðir en hinir fremri tómir. Eðlilega kannski en þetta var ansi mikil samþjöppun fyrir lítinn Íslending sem er vanur að hafa sitt space eins lengi og mögulega hægt er.
En aftur að myndinni, hún var löng sem truflaði mig svo sem ekkert nema þegar kom að endanum. Ég hef aldrei séð mynd sem er svona afskaplega lengi að enda.
En aftur að myndinni, hún var löng sem truflaði mig svo sem ekkert nema þegar kom að endanum. Ég hef aldrei séð mynd sem er svona afskaplega lengi að enda.
Er ómögulega að nenna að gera EMU verkefnið fyrir Political Economy á morgun en ég veit samt að það tekur ekkert svo langa stund og ég verð voða fegin þegar það er búið. Leti alltaf hreint. Svo verð ég að fara að skrifa CV-ið mitt verst að ég er eiginlega ekki búin að gera neitt um ævina. Ætli ég fái nokkuð internship. Svartsýni alltaf hreint.
laugardagur, febrúar 14, 2004
Ég var að fá þær fréttir að bíllinn minn væri loksins seldur. Auðvitað er það gott að fá svoldnn pening í budduna en það er samt ákveðinn tregi sem fylgir þessu. Þetta var fyrsti og eini bíllinn sem ég hef átt og það afskaplega þægilegt að vera á eigin bíl í Reykjavíkinni. Að geta bara farið hvert sem er og hvenær sem er án þess að þurfa að strætóast, rútast eða lestast var ansi gott. Hvenær ætli ég eignist næsta bíl?
Búin að vera bara nokkuð dugleg í dag. Fyrirhugaðri Arhusferð var frestað og því verður þetta bara ágætis lestrarhelgi. Veit alveg hellings meira um flókið stjórnkerfi Evrópusambandsins en ég gerði þegar ég vaknaði í morgun. Samt sem áður ætla ég nú ekki að lesa í kvöld heldur skella mér í bíó. Ég hef ekki enn séð L.O.T.R. og vil nú sjá hana í bíó áður en Danirnir hætta að sýna hana. Það sem meira er þá ætla ég ein í bíó í fyrsta skipti á ævinni, það er náttúrulega allir búinr að sjá þess að mynd þannig að í stað þess að draga einhvern með mér ákvað ég bara að fara ein.
En áður en haldið verður af stað í bíóhúsið verð ég að fá mér eitthvað að borða. Það er eitthvað með mat þessa dagana, ég nenni ekki að kaupa hann, elda hann og varla að borða hann heldur. Þetta er ekki eitthvert megrunarafbrigði heldu bara... eitthvað, ég veit ekki. Ætli ég fái mér ekki bara kornflex í annað skipti í dag sem gerir reyndar matseðil dagsins ansi einhæfan. Eða ég fæ mér bara popp í bíóinu. Það er svo fjandi gott þegar mamma eldar bara ofan í mann og ég þarf varla að gera neitt nema tyggja.
En áður en haldið verður af stað í bíóhúsið verð ég að fá mér eitthvað að borða. Það er eitthvað með mat þessa dagana, ég nenni ekki að kaupa hann, elda hann og varla að borða hann heldur. Þetta er ekki eitthvert megrunarafbrigði heldu bara... eitthvað, ég veit ekki. Ætli ég fái mér ekki bara kornflex í annað skipti í dag sem gerir reyndar matseðil dagsins ansi einhæfan. Eða ég fæ mér bara popp í bíóinu. Það er svo fjandi gott þegar mamma eldar bara ofan í mann og ég þarf varla að gera neitt nema tyggja.
föstudagur, febrúar 13, 2004
Ágætur dagur bara. Tími hjá Wolfgang Zank og síðan smá fredagsbar. Hélt smá "kynningu" um Ísland, snjóamyndirnar mínar frá því í fríinu vöktu mikla athygli. Svo var það ræktin því ég var nú bara búin að drekka einn bjór. Í dag pantaði ég mér líka far heim um páskana, ætla að slá þessu upp í hálfgert kæruleysi og vera í tvær vikur. Og nú er það matur hjá íslenskum nágrönnum mínum. Á morgun les ég svo eitthvað.
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Þvílíkt líferni. Fyrst er það skólinn í fjóra tíma, svo ræktin, lesið í nokkra tíma um utanríkisstefnu Evrópusambandsins, hálftíma matarhlé og síðan áframhaldandi lestur. Var bara að hætta þó ég eigi eftir einn kafla um Evrópusambandið og miðausturlönd. Ekkert spennandi að gerast.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Frekari staðfesting þess að ég er að verða rugluð: borðaði fyrst helling af voða hollu salati í kvöldmat og síðan kartöfluskífur steiktar upp úr ógeðslega mikilli olíu. Öfgar út í eitt.
Og til hennar Auðar vinkonu þar sem engin comment eru á hennar síðu frekar en minni. Ég held bara að kántrýútvarpið sé niðri eins og er. Allavega er búið að loka Kántrýbæ í bili vegna dræmrar aðsóknar, gáfulegt það. En ég er samt ekki viss, hlusta svipaið mikið á kántrýútvarpið hér og ég geri heima.
Og til hennar Auðar vinkonu þar sem engin comment eru á hennar síðu frekar en minni. Ég held bara að kántrýútvarpið sé niðri eins og er. Allavega er búið að loka Kántrýbæ í bili vegna dræmrar aðsóknar, gáfulegt það. En ég er samt ekki viss, hlusta svipaið mikið á kántrýútvarpið hér og ég geri heima.
Eg er nu alveg kengruglud held eg. Eg er ekki fyrr komin aftur til Danaveldis en eg fer ad hugsa um og skipuleggja næstu heimferd. Nuna er eg nefnilega voda mikid ad pæla hvad eg kemst upp med ad vera lengi heima um paskana. Eyddi lika klukkutima i tad ad tala um mina astkæru fosturjord vid hinn polska Greg. Taladi adallega um snjoinn, sem betur fer tok eg myndir af tessum oskopum heima svo ad eg get sannad mal mitt. Hann er bara farid ad langa ad skella ser nordureftir til skritna landsins tar sem folk byr i ovigdri sambud arum og aratugum saman athugasemdalaust og klongrast yfir margra metra haa snjoskafla.
Eg er bara ekki tessi "bua i utlondum" typa, eg held eg se buin ad komast ad tvi. Ekki eins og er allavega. Eg er lika buin ad komast ad tvi ad eg er afskaplega had odru folki, vinum minum og fjolskyldu. Eg hef alltaf buid med eda allavega i namunda vid tetta folk. Og tar sem eg a ekkert vodalega audvelt med ad kynnast folki almennilega ta er tetta svoldid erfitt herna. Eg a ordid slatta af kunningjum og meira segja nokkra goda kunningja en enga vini. Tad tekur morg ar ad troa vinskap i minu tilfelli. En jæja tad er alltaf gott ad læra eitthvad nytt um sjalfa sig. En tratt fyrir allt her ad ofan ta er eg ekkert leidinni heim alveg. Eg ætla ad klara tetta tvi namid sjalft er ahugavert og oll reynslan og oplevelsid lika. En nu skal haldid aftur til bokanna.
Eg er bara ekki tessi "bua i utlondum" typa, eg held eg se buin ad komast ad tvi. Ekki eins og er allavega. Eg er lika buin ad komast ad tvi ad eg er afskaplega had odru folki, vinum minum og fjolskyldu. Eg hef alltaf buid med eda allavega i namunda vid tetta folk. Og tar sem eg a ekkert vodalega audvelt med ad kynnast folki almennilega ta er tetta svoldid erfitt herna. Eg a ordid slatta af kunningjum og meira segja nokkra goda kunningja en enga vini. Tad tekur morg ar ad troa vinskap i minu tilfelli. En jæja tad er alltaf gott ad læra eitthvad nytt um sjalfa sig. En tratt fyrir allt her ad ofan ta er eg ekkert leidinni heim alveg. Eg ætla ad klara tetta tvi namid sjalft er ahugavert og oll reynslan og oplevelsid lika. En nu skal haldid aftur til bokanna.
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Fínt þorrablót, hef aldrei borðað eins mikinn hákarl á ævi minni. Mikið grín gert að bæði Íslendingum og Dönum. Fórum í íslenskt gítarteiti á eftir. Húsfreyjan orðin ansi dönskuskotin, búin að vera hér í fimm ár. Ég ætla að fara að sofa.
laugardagur, febrúar 07, 2004
Dagurinn í dag einhvern veginn ekki svo góður en skánar vonandi í kvöld þegar ég fer á þorrablótið. Veit ekki hvað veldur, er búin að læra það litla sem ég ætlaði að læra í dag og ekkert sérstakt að. En samt er einhvern veginn allt að. Hvað vill ég eiginlega? Ég bara spyr.
föstudagur, febrúar 06, 2004
Sendiherra Rússlands í Danmörku hélt gestafyrirlestur í dag. Ég hef aldrei séð eins marga mæta á slíkan fyrirlestur enda varð kennaranum að orði að þetta væri ótrúlegt sérstaklega þar sem það væri föstudagseftirmiðdegi. Venjulega eru stúdentar í Danmörku uppteknir á fredagsbarnum á þeim tíma.
En allavega þessi Rússi hefur gert margt um ævina, var í nokkur ár bæði í Íran og Afganinstan þegar Sovétmenn voru þar. Svo var hann seinna líka í ráðgjafaliði Yeltsin. Eftir það virðist hann hafa fallið úr náðinni og var sendur til Uzbekistan sem sendiherra en nú er hann semsagt komin til Danaveldis. Þess má líka geta að í CV-inu hans eru nokkur athyglisverð göt, kannski var hann þá að gera eitthvað sem ekki má setja á netið þótt kommarnir séu útdauðir.
Efni fyrirlestursins var hin ýmsu vandamál sem steðja að heiminum í dag og þarf að leysa á global scale. Hann var auðvitað mjög dipló í máli sínu en sagði þó ýmislegt áhugavert. T.d. að Rússar væru tilbúnir að starfa undir forystu Bandaríkjamanna við uppbygginu í Írak ef það væri gert að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Það er greinilega margt breytt. Einnig gagnrýndi hann hina neikvæðu ímynd sem Rússland hefur í Danmörku. Hann sagðist ekki hafa lesið eina einustu jákvæða frétt sem tengdist heimalandi sínu síðan hann kom hingað fyrir sex mánuðum síðan. Læt ég þessu nú lokið um heimsókn ambassadorsins.
Fór aftur í ræktina í dag. Held að ég geri þetta bara reglulega í þetta skiptið. Málið er nefnilega að núna geri ég þetta ekki síður fyrir andlegu hliðina en þá líkamlegu. Keeps me sane sem er alltaf jákvætt.
En allavega þessi Rússi hefur gert margt um ævina, var í nokkur ár bæði í Íran og Afganinstan þegar Sovétmenn voru þar. Svo var hann seinna líka í ráðgjafaliði Yeltsin. Eftir það virðist hann hafa fallið úr náðinni og var sendur til Uzbekistan sem sendiherra en nú er hann semsagt komin til Danaveldis. Þess má líka geta að í CV-inu hans eru nokkur athyglisverð göt, kannski var hann þá að gera eitthvað sem ekki má setja á netið þótt kommarnir séu útdauðir.
Efni fyrirlestursins var hin ýmsu vandamál sem steðja að heiminum í dag og þarf að leysa á global scale. Hann var auðvitað mjög dipló í máli sínu en sagði þó ýmislegt áhugavert. T.d. að Rússar væru tilbúnir að starfa undir forystu Bandaríkjamanna við uppbygginu í Írak ef það væri gert að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Það er greinilega margt breytt. Einnig gagnrýndi hann hina neikvæðu ímynd sem Rússland hefur í Danmörku. Hann sagðist ekki hafa lesið eina einustu jákvæða frétt sem tengdist heimalandi sínu síðan hann kom hingað fyrir sex mánuðum síðan. Læt ég þessu nú lokið um heimsókn ambassadorsins.
Fór aftur í ræktina í dag. Held að ég geri þetta bara reglulega í þetta skiptið. Málið er nefnilega að núna geri ég þetta ekki síður fyrir andlegu hliðina en þá líkamlegu. Keeps me sane sem er alltaf jákvætt.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Fór í ræktina og keypti mér 6 mánaða kort. Það er annað hvort það eða kaupa 12 mánaða kort, ekkert styttra. Nú er bara vera dugleg að mæta og með það í huga æfði ég í dag. Á leiðinni heim fannst mér alveg tilvalið að koma við í Super og kaupa snakkpoka þar sem ég hafði verið svona óhugnalega dugleg. Nú er ég búin að éta næstum heilan poka af fitugum flögum og bíð bara eftir því að fá í magann. Ég ætlaði líka að læra í dag en er ekki að nenna því. Aumingi.
P.s. Begga, hvernig væri að vera við símann þegar ég hringi? Mér finnst það nú lágmarkskurteisi.
P.s. Begga, hvernig væri að vera við símann þegar ég hringi? Mér finnst það nú lágmarkskurteisi.
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Jæja þá er það komið á hreint. Kostas er fluttur út og Ítalinn Carlos er kominn í staðinn. Hitti hann hérna frammi í áðan og hann spurði um þvott, síma, internet og svona.
Ekkert nema leti og ómennska í dag. Það á sér reyndar eðlilega skýringu, ég var að fatta að ég á eftir að hafa nóg að gera í skólanum í vetur. Hellingur að lesa svo að ég held bara áfram að horfa á sjónvarpið. Danir eru nefnilega snillingar í vali á sjónvarpsefni, þeir eru byrjaðir að sýna gamla ER eða Skadestuen þætti á hverjum virkum degi. Fyndið að sjá þetta því þeir eru svo gamlir að liðið er hálf lummó í útliti. Enn ein sönnun þess að hrukkurnar undir augunum eru ekki þar fyrir tilviljun.
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Hum, heyrði nýjar raddir hérna frammi áðan. Gætu verið ítalskar en ég er ekki viss. Svo var líka komið nýtt sjampó og snyrtitaska í baðherbergið áðan. Flutti hinn Eystrasalski Kostas út meðan ég var heima? Er ég komin með nýja nágranna? Afar spennandi vangaveltur en ég kemst sjálfsagt að þessu fljótlega. En núna er það sjónvarpið sem kallar.
Er mætt alltof snemma i skolann, ætladi ad borga reikninga svona nidri bæ og vaknadi tessvegna fyrr. En svo var natturulega ekkert opid tannig ad eg vard bara ad bida eftir næsta stræto. Var buin ad gleyma ad ekkert opnar fyrr en 9:30 her. Mer lidur mun betur en mer gerdi i gær eins og eg vissi svosem. To eg hefdi alveg matt sofa adeins meira i nott gerdu tessir sjo klukkutimar gæfumuninn. Fer a eftir og kaupi mer mida a Torrablot Islendingafelgsins sem er um næstu helgi. Svo ætla eg ad drifa mig i vikunni og sja LOTR fyrst ad tad er enn verid ad syna hana i bio.
mánudagur, febrúar 02, 2004
Komin til Aalborg og ekkert sérstaklega ánægð með það í augnablikinu enda viðbjóðsleg þreytt eftir svefnlausa nótt og langt ferðalag. Tárin virðast bara ekki klárast eins og mamma sagði í gær þá get ég grátið mikið en það vill til að ég get líka hlegið mikið. Hún benti líka á það að ég hefði mjög sjaldan grátið sem krakki, kannski er ég bara að bæta það upp með stæl núna. En þetta verður strax miklu betra á morgun, þetta er bara erfiður dagur.
Ég verð víst að fara út í búð núna. Það er ekkert til í kotinu og ég hef ekki borðað síðan 4 í nótt.
Ég verð víst að fara út í búð núna. Það er ekkert til í kotinu og ég hef ekki borðað síðan 4 í nótt.