laugardagur, febrúar 21, 2004

Alþjóðlega matarteitið tókst með miklum ágætum. Ég passaði mig þó á því að verða ekki of kennd þar sem ég er að fara núna eftir að hitta ættingja mína í Arhus. Enn einu sinni lenti maður í hálfgerðu landkynningarhlutverki, allir virðast hafa einhvern áhuga á Íslandi. Indverjinn Tree er að fara þangað í júní, ætlar að vera í viku og hlakkar voða til. Við sögðum honum það að þetta væri skemmtilegur tími þar sem dagurinn væri svo langur, það væri alltaf bjart. Hann var svoldið lengi að skilja okkur en þegar hann áttaði sig á því að meintum bókstaflega að það væri bjart allan sólarhringinn þá fékk hann næstum hjartaáfall sökum undrunar.
En nú þarf ég að fara að undirbúa Arhusferðina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home