Í gærkvöldi talaði ég m.a. við nokkra Pólverja sem eru nýkomnir hérna til Aalborg. Þeim finnst náttúrulega allt voðalega dýrt hérna eins og flestum öðrum en Íslendingum. Ég sagði þeim auðvitað að heima væri allt dýrara og við fórum að bera saman verðlag. Það kom upp úr dúrnum að hægt er að leigja fína þriggja herbergja íbúð á besta stað í Gdansk í Pólandi á svona um það bil 25 þús. íslenskar. Einn strákurinn var líka að selja bílinn sinn, Golf '98 módel, og söluverðið var um það bil 140 þús íslenskar. Hvað er maður eiginlega að púkka upp á það að hanga hérna á norðurslóðum allan ársins hring? Auðvitað veit ég að launin þarna eru líka lægri en það væri hægt að vinna í nokkra mánuði heima og spara svoldið fara svo í gott, ódýrt og langt frí til Austur Evrópu. Ahhh, það væri gott. Mér finnst nefnilega svo afskaplega gaman að gera ekki neitt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home