föstudagur, febrúar 06, 2004

Sendiherra Rússlands í Danmörku hélt gestafyrirlestur í dag. Ég hef aldrei séð eins marga mæta á slíkan fyrirlestur enda varð kennaranum að orði að þetta væri ótrúlegt sérstaklega þar sem það væri föstudagseftirmiðdegi. Venjulega eru stúdentar í Danmörku uppteknir á fredagsbarnum á þeim tíma.
En allavega þessi Rússi hefur gert margt um ævina, var í nokkur ár bæði í Íran og Afganinstan þegar Sovétmenn voru þar. Svo var hann seinna líka í ráðgjafaliði Yeltsin. Eftir það virðist hann hafa fallið úr náðinni og var sendur til Uzbekistan sem sendiherra en nú er hann semsagt komin til Danaveldis. Þess má líka geta að í CV-inu hans eru nokkur athyglisverð göt, kannski var hann þá að gera eitthvað sem ekki má setja á netið þótt kommarnir séu útdauðir.
Efni fyrirlestursins var hin ýmsu vandamál sem steðja að heiminum í dag og þarf að leysa á global scale. Hann var auðvitað mjög dipló í máli sínu en sagði þó ýmislegt áhugavert. T.d. að Rússar væru tilbúnir að starfa undir forystu Bandaríkjamanna við uppbygginu í Írak ef það væri gert að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Það er greinilega margt breytt. Einnig gagnrýndi hann hina neikvæðu ímynd sem Rússland hefur í Danmörku. Hann sagðist ekki hafa lesið eina einustu jákvæða frétt sem tengdist heimalandi sínu síðan hann kom hingað fyrir sex mánuðum síðan. Læt ég þessu nú lokið um heimsókn ambassadorsins.

Fór aftur í ræktina í dag. Held að ég geri þetta bara reglulega í þetta skiptið. Málið er nefnilega að núna geri ég þetta ekki síður fyrir andlegu hliðina en þá líkamlegu. Keeps me sane sem er alltaf jákvætt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home