miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Ég held ég sé loksins búin að finna út úr því hvað ég vil verða þegar ég verð stór, neytandi. Mig langar í íbúð, bíl, húsgögn, föt, veitingahúsaferðir, ferðalög innan lands og utan o.s.frv. Já svona er ég nú grunn. Ég er bara orðin hundleið á því á eiga aldrei almennilega bót fyrir boruna á mér og koma mér aldrei almennilega fyrir á neinum stað. Ég er bara eins og allir hinir, nenni hvorki né langar neitt sérstaklega að verða meira en meðalmanneskja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home