Ekkert nema leti og ómennska í dag. Það á sér reyndar eðlilega skýringu, ég var að fatta að ég á eftir að hafa nóg að gera í skólanum í vetur. Hellingur að lesa svo að ég held bara áfram að horfa á sjónvarpið. Danir eru nefnilega snillingar í vali á sjónvarpsefni, þeir eru byrjaðir að sýna gamla ER eða Skadestuen þætti á hverjum virkum degi. Fyndið að sjá þetta því þeir eru svo gamlir að liðið er hálf lummó í útliti. Enn ein sönnun þess að hrukkurnar undir augunum eru ekki þar fyrir tilviljun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home