föstudagur, júlí 13, 2007

Ég get bara ekki vorkennt laxveiðimönnum. Ég skal vorkenna bændum þurrkinn en ekki þeim. Annars er vika í sumarfrí hjá mér, það verður ekkert smá ljúft. Planið er að vera sem minnst í Reykjavíkinni heldur fara út á land eins og Reykvíkingarnir segja. Ég fer nefnilega yfirleitt "ekki út á land" heldur segi ég hvert ég er að fara, norður eða suður í Borgarfjörð eða vestur á Ísafjörð ef því er að skipta.
Í ágúst eru svo planaðar tvær utanferðir, um miðjan mánuðinn fer ég til Danmerkur, Jótlandsins góða meira að segja, að heimsækja kollegana í Århus. Kannski að maður kíki aðeins á ættingjana í Horsens í leiðinni. Í lok mánaðarins fer ég svo til Ravoniemi sem er höfuðstaður norður Finnlands og heimkynni einhverrar útgáfu af jólasveininum. Á heimleiðinni kem ég svo við í Köben og ætla að eyða einni helgi með heiðursparinu Þórunni og Helga.

Sumarið er semsagt bara rétt að byrja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home