miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Er gjörsamlega að tapa mér yfir þessu internship kjaftæði. Ég er búin að skoða helling af mögulegum og ómögulegum stofnunum og samtökum á netinu. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert voðalega bjartsýn á að fá eitthvað. Í fyrsta lagi er Íslandi ekki í Evrópusambandinu og í öðru lagi kann ég bara alls enga frönsku. Þetta tvennt er oft hluti af nauðsynlegum "eiginleikum" umsækjanda. Fékk geðveikt stresskast yfir þessu í gær en er núna nokkurn veginn búin að jafna mig á því. Ég sæki bara um þar sem ég get og byrja á því í hvelli og svo verður restin bara að koma í ljós. Það versta sem gerist er að ég fer ekkert og verð að taka mér frí í eina önn. Þrátt fyrir allt yrði það nú ekki endir alls.

Í dag fór ég líka í dönskumat. Ég er semsagt að fara á dönskunámskeið og það þurfti að meta hvar ég stæði. Þetta mat fólst í því að ég spjallaði við hana Lísulottu í 10 mínútur um hvað ég væri að gera í Danmörku, hvað ég hefði verið að gera heima o.s.frv. Ég var nú bara hissa hvað ég gat babblað mikið á dönskunni. Niðurstaðan var sú að ég væri semsagt á level 3 af 5. Svo er bara að bíða eftir bréfi frá þeim þegar ég kemst á námskeið. Danir virðast mjög hrifnir af löngum ferlum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home