laugardagur, febrúar 14, 2004

Ég var að fá þær fréttir að bíllinn minn væri loksins seldur. Auðvitað er það gott að fá svoldnn pening í budduna en það er samt ákveðinn tregi sem fylgir þessu. Þetta var fyrsti og eini bíllinn sem ég hef átt og það afskaplega þægilegt að vera á eigin bíl í Reykjavíkinni. Að geta bara farið hvert sem er og hvenær sem er án þess að þurfa að strætóast, rútast eða lestast var ansi gott. Hvenær ætli ég eignist næsta bíl?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home