fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Nautakjötið var svoldið seigt, tilbúna flöskusósan ekkert sérstaklega góð og kókið danskt en þetta var nú samt allt í lagi. Fínt að fá eitthvað annað en kjúkling einu sinni. Verst að nú "ilmar" herbergið af steikingunni.

Daninn hérna við hliðina virðist vera að flytja út. Annað hvort það eða að hann standi í svaka hreingerningu. Maðurinn á svona x10 sinnum meira dót en ég. Svo sem ekki skrítið þar sem ég hef aldrei flutt almennilega hérna inn þannig. Byrja meira að segja að flytja drasl aftur heim núna í páskafríinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home