mánudagur, febrúar 02, 2004

Komin til Aalborg og ekkert sérstaklega ánægð með það í augnablikinu enda viðbjóðsleg þreytt eftir svefnlausa nótt og langt ferðalag. Tárin virðast bara ekki klárast eins og mamma sagði í gær þá get ég grátið mikið en það vill til að ég get líka hlegið mikið. Hún benti líka á það að ég hefði mjög sjaldan grátið sem krakki, kannski er ég bara að bæta það upp með stæl núna. En þetta verður strax miklu betra á morgun, þetta er bara erfiður dagur.
Ég verð víst að fara út í búð núna. Það er ekkert til í kotinu og ég hef ekki borðað síðan 4 í nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home