mánudagur, maí 31, 2004

Hann Sindri mágur minn á afmæli í dag, hann er orðinn 22 ára drengurinn. Í dag á ég líka 12 ára fermingarafmæli. Í tilefni af þessu og því að ég er búin að semja kynninguna mína ætla ég að fara út í sjoppu og kaupa mér kók og snakk. Ég tek áhættuna á því að fá ekki aftur í magann.
Verið að semja presentation. Gengur bara sæmilega held ég. Fékk alveg svakalega í magann í morgun, ældi og spúði sem er alltaf gaman. Að þessu sinni var það þó bara venjuleg magakveisa.

Ég er fegin að ég er að fara að flytja út héðan, hætta að búa "með" Ítalanum. Þurfti hreinlega að þurrka hlandið eftir hann af gólfinu núna áðan. Þetta er alveg ótrúlegt. Ef maðurinn kann ekki miða þá verður hann að bara að gjöra svo vel að setjast á klósettið. Kannski ætti ég að setja upp miða á klósettið, "Please concerntrate and urinate in the toilet bowl instead of the floor".

sunnudagur, maí 30, 2004

Er búin að vera að garfa svoldið í Íslendingabokinni á netinu í kvöld. Já, maður er orðin svo gamall að ættfræði áhuginn er farinn að láta á sér kræla. Ég var að skoða móðurættina mína, nánar til tekið ættir ömmu Betu á Jaðri. Amma hennar og langa, langa amma mín hét Sólbjörg Jóndóttir (reyndar Sólbjört skv. kirkjubók) og bjó lengst af á Syðri-Ey á Skagaströnd. Hún fæddist árið 1829 og eignaðist sitt fyrsta barn með manni sínum Finni Magnússyni árið 1854 eða 24 ára gömul. Næstu átján árin eignaðist hún samtals tólf börn, það síðasta 24. apríl árið 1872. Tólfta og síðsta barnið var langafi minn Frímann Finnsson. Hún Sólbjörg dó svo tæpum sex mánuðum eftir að hann fæddist þá 43 ára gömul. Ég get ekki betur séð skv. Íslendingabók að aðeins fimm af þessum tólf börnum hafi lifað fram á fullorðinsaldur.

Hann Frímann langafi minn kvæntist Kristínu Pálsdóttur og þau settust að Jaðri á Skagaströnd. Þau eignuðust alls fimm börn og þrjú þeirra lifðu. Næst yngst var amma mín Elísabet Sigríður. Frímann dó árið 1937 þá hefur amma verið 24 ára gömul.

Og svo er ég að kvarta og kveina.

Annað líka sem ég tek eftir þegar ég skoða þetta. Mamma var 27 ára þegar hún átti sitt fyrsta barn, mig. Amma á Jaðri var 29 ára þegar hún átti Sigga frænda og Kristín mamma hennar var 33 ára þegar hún átti sitt fyrsta. Og þær giftu sig um ári áður en þær byrjuðu að eignast börn. Nema reyndar mamma sem trúlofaði sig bara. Ergo, ég er bara "eðlileg", held uppi hefðinni. Það frekar systir mín sem er skrítin.
Tók mér pásu frá lestri og fór í göngutúr. Veðrið hér er eins og það best verður heima. Litla Íslendingnum fannst eiginlega of heitt til þess að labba. Ég verð að fara kaupa mér opna skó.

laugardagur, maí 29, 2004

Farin að huga að heimferð. Er búin að senda mail á hinna ýmsustu staði í kvöld vegna þessa. Þarf að senda nokkra kassa heim. Var líka að skoða flug frá Kastrup til Osló. Nýjasta planið er nefnilega að ganga frá öllu hér, fara með lestinni til Köben, geyma draslið á Kastrup, skjótast þaðan í ca. sólarhrings ferð til Norge og svo beint heim til Íslands frá Kastrup. Á þennan hátt slepp ég við að fara með ferju sem tekur mun lengri tíma náttúrulega og þetta er ekkert svo mikið dýrara. Mastermindið bak við þetta plan er Hildur vinkona, hún er svo snjöll. Setur sig alltaf inn hlutina, gefur ráð og reynir að leysa vandamálin. Ó já, það er ekkert slor að eiga svona vini.

föstudagur, maí 28, 2004

Början orðin stúdent, til hamingju með það krúttí púttið mitt.

Fór í grill til Greggarans. Pólverjar virðast alltaf vera að spara, vilja ekki einu sinni nota nógu mikið af kolum til að ná almennilegum hita og nota ekki grillolíu fyrr en í fulla hnefana. Hann kallar mig nú líka stundum ríka. Grillaði kjúkling og snæddi með Dana, Pólverja, Búlgverja (hvernig segir maður þetta annars?) og Balkanmanni (náði ekki hvaðan hann var nákvæmlega). Þetta var mjög gaman og fróðlegt.
Það er ýmist allt eða ekkert. Í dag skiluðum við verkefninu, ég fékk mail frá Norge og það lítur út fyrir að ég skreppi aðeins til Osló í næstu eða þarnæstu viku, ég sagði upp símanum og internetinu og í kvöld er ég á leið í grill til Greggarans. Á morgun ætla ég svo að vera dugleg að lesa fyrir vörnina.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Nuna "as we speak" er prentarinn her a bokasafninu ad spyta ut sex eintøkum af verkefninu okkar. Alltaf stor afangi. Svo er bara ad gorma tetta og skila a morgun og svo natturulega vørnin en tad er ønnur saga.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ætla ekki að hafa áhyggjur af þessu. Einkunnir, feinkunnir.
Leiðinda- og pirringsdagur. Byrjaði reyndar vel því ég svaf til rúmlega 9 en svo bara down hill. Fór á skrifstofuna hjá AKU sem útveguðu mér húsnæði og var að athuga hvort ég gæti framleigt íbúðina. Það kom í ljós að það er hægara sagt en gert, verð sjáf að finna einhver og þessi fylgir voða skrifinnska og læti. Svo var það fundurinn með supernum eftir hádegi og hann glopraði því út úr sér núna tæpum þremur dögum fyrir skil að við séum ekki að nota kenningarnar nógu mikið eða á réttan hátt. Ekki mikið sem við getum gert í því núna. Svo fór kallinn líka að tala um einkunnir, skil bara ekki þá áráttu að tala um einkunnir fyrir fram. En allavega eins og verkefnið er núna þá stefnir það í áttu sem er svona avarage einkunn svipað og íslensk sjöa. Ég varð bara pirruð á þessu einkunnatali. Svo ofan á allt saman er þetta ínternship kjaftæði allt saman enn mjög óljóst.

Þóran er því ekki kát í dag.

mánudagur, maí 24, 2004

Usssss, búin að vera ekkert smá löt í dag. Sendum lokadraft til supersins í morgun og svo er lokafundur á morgun. Var komin heim um hádegið og hefði þá náttúrulega átt að fara að undirbúa presentation fyrir vörnina. En nei, nei, það var bara svo ósköp gott að gera ekki neitt. Svo hef ég líka fimm daga frá því að við skilum fram að vörn. Það hlýtur að duga.

Annars gott sjónvarpskvöld í kvöld, nýr Skadestuen (ER) þáttur áðan og Vores vilde liv á eftir. Ég er alveg merkilega húkt á Bráðavaktina, eykst ef eitthvað er. Kannski hefði ég bara átt að verða hjúkka eins og ég var að pæla í áður en í byrjaði í sagnfræðinni. Var einmitt að hugsa um það í gær hvar ég væri núna ef ég hefði ákveðið að fara í hjúkkuna frekar en sagnfræðina. Fæ sjálfsagt seint að vita það.

sunnudagur, maí 23, 2004

Einhverjar pælingar í dag um það sem ég vil gera versus það sem ég ætti að gera. Það sem mig hreinskilnislega langar mest til að gera er að eignast Jaðar og búa þar, allavega hluta úr ári. Auðvitað geri ég þetta ekki því þetta er gjörsamlega óraunhæft. En manni má samt dreyma. Jaðar er húsið heima á Ströndinni sem afi og amma bjuggu, afi og amma á Jaðri, Bjössi og Beta. Það er nefnilega svo að ekkert nema góðar minningar tengjast þessu húsi. Hvernig sem ég leita í huga mínum kemur engin slæm eða leiðinleg minning upp. Jaðar minnir mig á heitar lummur, saltfisk, Vikuna og Æskuna, dívaninn inn í stofu, orgelið, vilko súpur, hellusteypun, kartöfluferðir á rauða fólksvagninum, skautasleðann, orf og ljá, vasahnífinn hans afa, svarthvíta sjónvarpið, lyktina af pípureyk...

Besta æskuminning mín átti sér stað á túninu við skúrinn hans afa, rétt hjá Jaðri. Þar var hann eitthvað að vinna á lítilli dráttarvél sem hann átti. Ég hef verið svona 6-7 ára held ég. Hann var að keyra dráttarvélina, setti hana í lægsta gír þannig að hún rétt lullaðist áfram og steig af henni. Dráttarvélin hélt auðvitað bara áfram og afi sagði mér að fara upp í stýra henni. Það gerði ég og keyrði um túnið alveg heillengi á kannski 5 km hraða. Þetta var æðislegt og ég hætti ekki fyrr en að mér var orðið svo kalt á tánum að ég hélt að þær myndu detta af. Þetta hefur því væntanlega verið um vetur eða haust. Stundum held ég að mér hafi dreymt þetta því að það meikar nú ekkert sérstaklega mikið sens að leyfa 6 ára krakka að keyra. En fyrst ég held að þetta hafi gerst þá gerðist þetta, allavega í huga mínum.

Ég held að þessar hugsanir komi upp núna vegna þess að mamma og bræður hennar eru smá saman að hreinsa dótið þeirra afa og ömmu út úr húsinu. Um daginn fann mamma bréf og m.a. bréf frá ömmu til vinkonu hennar sem hún sendi aldrei. Þar var minntist hún á mig og að hún væri að passa mig hálfan daginn. Svo bætti hún því við að ég væri gott barn. Sem ég að sjálfsögðu var og hef alla tíð verið.
Sit her i skolanum og hlusta a islenskar frettir. Hef eitthvad litid ad gera i augnablikinu. Vid allt ad skrida saman hja okkur, Andreas alveg ad verda buin ad lesa yfir. Hann er best fallinn til tess enda med BA prof i ensku. Kikti adeins i gotuna i gærkvøldi med Torunni og Helga. Margt um manninn i bænum i ymsum buningum og undir ymsum annarlegum ahrifum. Agætt ad komast adeins ut ur husi annad en i skolann eda bokasafnid. Tæp vika i skil og 10 dagar vørn, otrulegt en satt.

laugardagur, maí 22, 2004

Sat við hliðina á blómi áðan í strætó á leiðinni heim. Annars er illa farið með aumingja Álarana, karnival einmitt kaldasta daginn síðan ég kom hingað aftur eftir páskafrí.

föstudagur, maí 21, 2004

Skítakuldi í Álaborginni núna, meira segja mér fannst vindurinn ansi napur í morgun. Ég kvarta svosem ekki. Það er auðveldara að sitja inn á bókasafni þegar veðrið úti er ekkert spes.
Á morgun er svo hið árlega karnival hér í borg. Þetta er víst stærsta karnival í norður Evrópu eða eitthvað álíka. Ég býst nú ekki við að sjá mikið af þessu því að við verðum náttúrulega að vinna í verkefninu. Á morgun fer ég í heimildaskránna, geysilegt stuð.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Mér finnst Kristi Himmelfartsdag flottara heiti en uppstigningardagur.
Sress og aftur stress. Ég skil ekki afhverju ég er svona. Byrjaði daginn á því að kúgast vel og vandlega. Ég sem var að vona að ég væri laus við þetta þessa önnina. Er að fara í skólann, ekkert frí á uppstigningardegi. Ræpan fer hinsvegar til Spánar seinna í dag. Já, nú er það orðið ljóst, svínið fær ekki alltaf allt sem það vill.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Komið á hreint að vörnin verður miðvikudagsmorguninn 2. júní kl. 10, eftir tvær vikur semsagt. Þegar aðrir eru að skila verkefninu verðum við búin allt heila klabbið. Gaman þá en ekki þanngað til. Er eitthvað stúrin núna, mikið að gerast núna svo það er slatti stress og slatti kvíði í gangi. Er að horfa á Legends of the fall með Pittaranum sem á vel við því þetta er grenjumynd dauðans.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Var drullustressuð í morgun fyrir fundinn með kennaranum, kastaði upp og allt og strákarnir voru farnir að horfa undarlega á mig. En hann var svo bara nokkuð ánægður með þetta. Við þurfum svosem að laga verkefnið dáldið en ekkert að umbylta því. Það er líka komið á hreint að við skilum þann 28. maí næstkomandi og vörnin verður 3. júní. Greggarinn var því í skýjunum. Ég býst reyndar ekki við að fara alveg strax heim eftir skil, þarf að ganga frá ýmsu hér en ég verð sjálfsagt komin heim fyrir miðjan mánuðinn. Skrítið, þetta er bara alveg að verða búið.

"Vinaþátturinn" með Jay Leno að byrja núna. Skrítið því að þeir eru ekki búin að sýna síðustu þáttaröðina.

mánudagur, maí 17, 2004

Til hamingju með daginn Norðmenn nær og fjær. Þeir eiga nú hamingjuóskir skilið eftir öll stigin sem þeir gáfu okkur í júróvisjóninu, ekki gáfum við þeim nein. Kannski eyði ég næstu önn í Norge.
Skiluðum drafti til supervæsorsins áðan og svo er fundur hjá honum á morgun. Vonandi verður hann ekki alltof óánægður með þetta.

Hinn hápunktur dagsins er að í kvöld er extra langt sjónvarpskvöld. Ástralski þátturinn Vores vilde liv öðru nafni The secret life of us er á norska eitt í kvöld tíu mínútum eftir miðnætti. Horfi alltaf á hann þótt hann sé svona seint. Eins og sjá má er líf mitt ekki svo spennandi um þessar mundir.

Enn öfundast ég út í systur mína elskulegu. Líf hennar er mun áhugaverðara en mitt þessa dagana. Var jú að flytja í nýju íbúðina sína, er að fara útskrifast sem stúdent og á fimmtudaginn fara þau skötuhjú í fyrsta skipti til útlanda. Hún verður því ekki viðstödd sína eigin útskrift vegna Spánarferðar. Á meðan verð ég að lesa yfir verkefnið og svona. Vottar ekki fyrir afbrýðisemi ó, nei, nei. En hún og þau bæði reyndar eiga þetta skilið.

sunnudagur, maí 16, 2004

Er ekki allskostar laus við öfund núna. Víst orðið svaka flott hjá ræpunni systur minni í Tjarnarlundinum á Akureyri. Er farið að langa fjarska mikið í eigin veggi en sé fram á að ég eigi eftir að búa í einhverjum herbergiskytrum í allavega ár í viðbót. Skrítið að hugsa til þess að einu sinni bjó ég í íbúð sem er bara hinum megin við götuna hjá Birnu. Menntaskólaárin orðin ansi fjarlæg.
Og aftur um júróvisjón, af hverju heitir Makidónía ekki bara Makidónía? Kannski ætti Ísland að taka upp nafnið "fyrrum danska sambandslandið Ísland" eða eitthvað álíka. Bara svona til þess að leggja áherslu á hið mikilvæga samband okkar við gömlu herraþjóðina.

laugardagur, maí 15, 2004

Hum, þetta gekk nú ekki alveg hjá honum Jónsa greyinu. Það er greinilega stuð og sjóv sem Evrópa vill en ekki væl og dramatík. Fór þó verr hjá Norsurunum. Prik fá Norðmenn, Finnar, Danir, Rússar og stórvinir okkar í Mónakó. Færeyjingar þurfa nauðsynlega að fara fá sjálfstæði og Grænlendingar líka svo okkur fari nú að ganga betur. Ég var annars nokkurs konar júróvisjón kvöldverði hjá Þórunni og Helga. Mjög góður matur og ég er alveg viðbjóðslega södd. Kaus Jónsa reyndar ekki vegna þess að í fyrsta skipti hér í Danmörku varð ég inneignarlaus en Helgi og Þórunn gerðu sitt.
Kíkti inn á einkabankann minn í gær og mér til mikillar gleði hafði ég fengið greitt út orlof í vikunni. Kíki ekki of oft inn á einkabankann, veit alveg nokkurn veginn hvað ég á lítinn pening og vil ekkert vera minnt á það of oft. Var hreinlega búin að gleyma því að ég fengi orlof, finnst vera ár og öld síðan ég var eitthvað að vinna. Dugar fyrir farinu heim í júní.

Svo er það bara júróvisjón í kvöld. Ætla að grilla með Þórunni og Helga og glápa svo. Fjarfesti meira að segja í kippu af Carlsberg. Ætla svo að hittast Greggarann á morgun og verkefnast. Mikið svakalega er ég að verða leið á þessu bévítans verkefni. En það hefur nú víst komið hér fram áður.

Talaði við mömmu áðan á msn. Hún og pabbi eru á leið til Akureyrensis að heimsækja systur mína og co. Þau eru búin að kaupa sér íbúð og eru óðum að flytja í hana. Keyptu sér helling af húsgögnum og svona þannig að þetta er væntanlega orðið mjög fínt hjá þeim. Ég væri nú alveg til í að vera núna á leiðinni norður að kíkja á þau. Fyndið samt hvað maður fer að sakna í útlandinu. Er farin að sakna þess svoldið mikið núna að vera ekki á bíl. Gerði það ekkert fyrst. Finnst reyndar ekkert skemmtilegt að keyra, sérstaklega ekki í Reykjavíkinni. En sakna þess að eiga þess ekki kost að skreppa eitthvert þegar mig dettur í hug. Er orðin þreytt á að notast alltaf við þetta blessaða almenningssamgöngukerfi. Mikið á ég nú eftir að sakna þess að eiga bílinn mínn þegar ég fer heim í sumar. Er vön að vera á bíl þar. Skrítið að þurfa aftur að fá alltaf bílinn lánaðan hjá pabba og mömmu.

föstudagur, maí 14, 2004

Hum, fólkið er farið að koma til kirkju i Vore Frue kirke í Köben en athöfnin á nú ekki að hefjast fyrr en eftir klukkutíma og þrjú korter. Ekki myndi ég nenna að bíða svona lengi í kirkjunni. Eins gott að mér var ekki boðið.
Gvvvuð hvað ég er ekki að nenna að skrifa. Þarf að skrifa 2-3 bls. um accountability of the European Commission í dag og er ekki alveg að gúddera það. Þetta er svo sem ekki mikið og auðvitað ætti ég bara að drífa þetta af en ég NENNI ÞVÍ EKKI. Stundum held ég að mitt helsta karakter einkenni sé leti. Veit ekki alveg hvað ég er eiginlega hugsa að vera alltaf að koma mér í eitthvað nám sem ég nenni í rauninni ekki að stunda almennilega.
Var ekki í sambandi við umheiminn í allt gærkvöld. Módemið mitt virkaði ekki sem skyldi þegar ég kom heim af bókasafninu í gær. Þeir hjá TDC brugðust þó fljótt og vel við og löguðu þetta snemma í morgun. Ótrúlegt hvað það er óþægilegt að komast ekki á netið í nokkra tíma. Ég er orðin alveg fáranlega háð þessu.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Nú þetta er bara tilkynnt svona, ekkert verið að gefa einhver stig eins og í alvöru keppninni. Bíð spennt, mikið verða nú Danirnir nú svekktir. Jæja, bara eitt umslag eftir. Ahhhh, desværre eins og danski þulurinn sagði, þá komust Danirnir ekki inn.
Allt að verða kreisí í Danaríki ekkert nema bryllup og bryllup igen. Í kvöld var bein útsending frá því á einni stöð þegar hin tilvonandi brúðhjón héldu sínum nánustu vinum teiti á skemmtistaðnum Vega í Köben. Svaka spennandi að sjá eitthvað fólk sem ég útlendingurinn þekki hvorki haus né sporð á. Skipti því fljótlega um stöð. En náði þó að sjá að brúðhjónin ungu eiga ansi marga unga og fallega nána vini.
Heyrði ansi skemmtilegt danskt lag á leiðinni heim úr dönskunni áðan þar sagði m.a. du er min Rachel og jeg er din Ross. Svo er bara að vona að hann Tómas "okkar" Þórðarson komist í kvöld inn í Júróvisjónkeppnina á laugardaginn.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Geri ekki annað en verkefnast með Greg og Andreas. Gengur hægt en gengur þó. Efast þó um að við náum að skila fyrr eins og Greg vill svo að hann komist í brúðkaup bróður síns án þess að þurfa að koma aftur hingað í vörnina. Pirrandi fyrir hann en svona er bara lífið.

Danir annars alveg að tapa sér yfir þessu brúðkaupi. Talað um þetta sem brúðkaup aldarinnar. En öldin er bara rétt að byrja, hvað þegar væntanlegur sonur eða dóttir þeirra hjúa giftir sig? Þá líka væntanlega tilvonandi kóngur eða drottning. Vonandi verður það nú á þessari öld líka. Sá einmitt sýnt frá einhverri voðalegri veislu áðan þar sem hin tilvonandi brúðhjón voru heiðursgestir. Hún Maja var voðalega sæt. Reyndar svoldið mikið skreytt með svaka hálsmenn og eyrnalokka en hefur þó mun betri kjólasmekk en tilvonandi tengdamóðir hennar. Konur á sjötugsaldri eiga að mínu mati ekkert að vera að skryta sig of mikið með fjöðrum. Júróvisjón fellur alveg í skuggann náttúrulega. En ég ætla nú samt að horfa á Jónsa á sviðinu í Tyrklandi, sé til með brúðkaupið.

mánudagur, maí 10, 2004

Sól og sumar í Álaborginni. Hér er þetta víst kallað vor en skv. mínum kokkabókum er þetta bara ekta sumar. Nýt þess svosem ekki mikið þar sem ég er aðallega að verkefnast inni á bókasafni.
Veit ekkert með sumarið. Allir að spyrja. Veit ekki hvenær ég fer heim, hvað ég fer að gera og hvað ég verð lengi. Fer allt eftir blessaða internshipinu sem er ekki ennþá komið á hreint. Get orðið vitlaust á að hugsa um þetta.
Jæja þetta tókst. Er komin með comment. Verið þið nú dugleg að commenta ef það er einhver þarna úti að lesa þetta.
Eitthvað virðist þetta nýja viðmót á bloggernum vera að stríða mér. Gengur eitthvað erfiðlega að pósta.
Svaka gott veður í dag eins og reyndar síðustu daga. Fyndið að Danirnir kalli þetta vor en ekki sumar. Fæ reyndar ekki mikið að njóta þess því nú er verið að verkefnast á fullu. Tómt stuð.
Allir eru að spyrja mig hvað ég ætli að gera í sumar og hvort og þá hvenær ég komi heim. Ég ætla að koma heim en ég veit ekkert hvenær eða í hversu langan tíma. Hef aldrei á þessum tíma ársins áður vitað eins lítið hvað ég er að fara gera í nánustu framtíð. Er ekki komin með internship fyrir næstu önn og veit því ekkert hvernig þetta verður og hvar ég verð. Get orðið vitlaus á að hugsa um þetta. En ég reyni bara að hugsa eins og Íslendinga er háttur, þetta reddast allt saman einhvern veginn. Eða ekki...

sunnudagur, maí 09, 2004

Duldið drukkin núna. Ætla samt að hitta hópinn minn klukkan eitt á morgun. Eintómt stuð í grillinu. Mikið og margt að að gerast þótt það sé kannski ekki hjá mér. Það gerist svosem voða lítið hjá mér, ég er bara áhorfandi af lífinu.
Auður, ef þú skyldir nú lesa þetta, til hamingju með afmælið. Fátt er betra en að verða 25 ára eða þannig sko.

Thist post sounds really drunk.

föstudagur, maí 07, 2004

Tók þetta próf af því að ég las ísfólkið á sínum eins og svo margir aðrir. Ég var held ég 14 ára þegar ég byrjaði á þessum 47 bókum. Ég hef þó aldrei lesið alla seríuna aftur eins og margir hafa gert jafnvel nokkrum sinnum. Það væri nú samt frólegt að lesa þær í gegn aftur svona aðallega til þess að sjá hvernig skilningur minn hefur breyst á þessum rúmu 10 árum.

Sol
Sol - You are forever restless, never staying put
for long. Things often take an unhappy turn for
you. Eventually you might find happiness
(though it might be in a very distant future).


Which Isfolket Female Character are you?
brought to you by Quizilla

Veit samt ekki alveg með resultið úr þessu prófi. Sunna er reyndar ein af eftirminnilegustu persónunum en mér verður held ég seint líkt við hana.
Fór í tívolí í dag. Gaman að því. Labbaði yfir Limafjörðsbrúnna yfir til Nörresundsby með Þórunni. Sáum brúnna meira opnast fyrir framan okkur til þess að hleypa bát um fjörðinn. Fyndið að sjá hluta vegarins lóðréttan fyrir framan sig. Fengum okkur svo tvo kalda á heimleiðinni og sátum úti í góða veðrinu. Ég var svo í útlandinu núna seinni partinn. Svo er það grill á morgun. Ekkert nema stuð þegar maður ætti náttúrulega að vera að verkefnast á fullu.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Svaka gott veður í Álaborginni þessa dagana. Rignir reyndar svoldið mikið suma dagana en það er svona útlandarigning. Skrítið að vera enn á fullu í skólanum í algjöru sumarveðri.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Er með svoldinn hnút í maganum núna. Fengum mail frá supervæsornum okkar og hann virðist ekkert of ánægður með vinnu okkar síðustu vikur. Ekki nógu structured og eitthvað svoleiðis. En við hittum hann á morgun þá kemur þetta betur í ljós. Úff, stress, stress og meira stress.

mánudagur, maí 03, 2004

Heimasíða uppáhaldsins míns
Hann Carlos hinn ítalski er að mestu leyti ágætur nágranni. Er aldrei með mikil læti og svona. En ég þoli ekki að deila baðherbergi með honum. Hann skilur oft eftir skeggbrodda í vaskinum, sturtar stundum ekki niður, þrífur aldrei síuna í sturtubotninum og síðast en ekki síst pissar stundum út fyrir. Hvað er annars málið með það að pissa út fyrir? Hann er fjandakornið ekki að pissa í flösku heldur klósett for gúdnes seik. Og þegar slysin svo gerast, af hverju ekki að þurrka það upp? Tekur hann ekki eftir því?
En allavega hlakka ég geysilega mikið til að eignast mitt prívat klósett. Eða allavega klósett sem ég deili með einhverjum sem ég þekki. Mig hlakkar reyndar líka til að hætta að elda í sama herbergi og ég sef. Það er nefnilega ekkert spes.

sunnudagur, maí 02, 2004

Bloggvandræðum mínum virðist ekki verið lokið að fullu. Endalaus ?-merki. Glætan að ég nenni að laga þetta.
J?ja, ?? vir?ist ?etta loksins vera komi? ? eitthva? lag. ?g kann svo ekkert ? ?etta drasl. Var a? reyna a? setja inn gestab?k og eitthva? og ?a? f?r svona. Geri ekki a?ra tilraun fyrr en ?g f? hj?lp fr? m?r fr??ari m?nnum. Ver? eiginlega bara a? geta bulla? h?rna, hvort sem einhver les ?a? svo e?ur ei. ?etta er terep?an m?n. ?annig a? n?na eftir svona langt blogghl? hef ?g ?rugglega margt a? segja.

S??ustu dagar hafa fari? ? ?a? a? verkefnast. Byrja?i a? skrifa ? mi?vikudaginn og er b?in me? fyrsta kaflann minn. Skilum um ?rj?t?u bls. til superv?sorsins ? morgun. Vonandi ver?ur hann ekki of ??n?g?ur me? ?etta. ?tlum a? reyna a? kl?ra snemma svo Greg komist ? br??kaup br??ur s?ns ? j?n?.

Internshipi? er l?ka ofarlega ? huga m?r ?essa dagana. G?ti veri? a? ?g fari til Osl? n?sta haust. ?arf v?ntanlega fara ? vi?tal til ?eirra, vonandi bara ? K?ben en kannski ? Osl?. Vonandi ?arf ?g ekki a? fara a? ?v?last til Osl?, hef eiginlega ekki t?ma til ?ess n?na. Au?veldara a? skj?tast til K?ben. En ?etta kemur v?ntanlega ? lj?s ? ?ri?judaginn.

Var a? tala vi? m?mmu ??an. H?n ?samt br??rum s?num ?remur var ? fyrstu atrennu a? t?ma Ja?ar. Afi og amma ?ttu heima ? Ja?ri. Afi bygg?i ?a? ? seinna str??inu og ?g bj? ?ar ?anga? til ?g var tveggja ?ra. Eftir a? vi? fluttum ? Bankastr?ti? var ?g l?ka miki? hj? afa og ?mmu. M?r finnst a? meirihluti minninga minna fyrir svona t?u ?ra aldurinn tengist afa og ?mmu og ?essu h?si. Um j?lin s??ustu f?rum vi? Birna systir me? m?mmu til ?ess a? merkja ?? hluti sem okkur langa?i a? eiga. ?a? var sko nostalg?a ? lagi. Mig langa?i ? alls konar hluti sem ?g hef ? sj?lfu s?r ekkert a? gera me? en hafa tilfinningalegt gildi. ?g merkti t.d. appels?nugulu bollana og undirsk?larnar. ?g efast um a? ?g eigi eftir a? nota ?etta. B??i eru ?etta ekkert vo?alega fallegir hlutir ? sj?lfu s?r og hafa l?ka veri? nota?ir ? tugi ?ra. En samt ?g vil samt eiga ?etta. N? er semsagt veri? a? t?ma h?si? og svo ? v?ntanlega a? augl?sa ?a? til s?lu. ?g vil ekki a? ?a? ver?i selt en ?g veit svosem l?ka a? ?a? er ekki h?gt a? hafa ?etta svona ?fram. Ef ?g v?ri ekki sk?la og svona ?? myndi ?g kannski bara kaupa ?a?. ?g myndi svo vilja b?a ? ?essu h?si. ??ra ? Ja?ri, hlj?mar ?a? ekki vel?

Hva? er svo me? sj?nvarpsefni ? dag? ?g setti ? einhverja st?? h?rna, kanal 5 e?a eitthva? og ?ar var ??ttur sem kallast "extreme makeover". ?ar er semsagt fer eitthva? f?lk sem finnst ?a? vera svo lj?tt og ?m?gulegt ? alla sta?i burt fr? fj?lskyldu sinni ? sex vikur og leggst undir hn?finn. Svo ? afar dramat?skan h?tt kemur ?a? aftur heim, fallegra og sj?lfs?rrugara en nokkru sinni fyrr. Fj?lskylda og vinir eru saman komnir ? fallega skreyttum til a? fagna n?rri og betri og s??ast en ekki s?st fallegri manneskjunni og allir gr?ta og geta bara alls ekki tr?a? s?num eigin augum. Er eitthva? a?? Skapar fegur?in hamingjuna? Greinilega skv. ?essum ??ttum. ?etta li? talar um n?tt l?f og a? loksins geti ?a? n? liti? gla?an dag. M?r bl?skrar h?g?mleikinn. ?g myndi skilja ?etta ef ?a? v?ri a? laga einhver vo?aleg l?ti, f?lk sem hef?i lent ? bruna e?a eitthva?. En nei, nei, ?etta er bara svona venjulegt f?lk. ?g ?tla a? h?tta a? tu?a yfir ?essu, ?etta getur gert mig endalaust pirra?a.

J?ja, ?? er ?g a?eins b?in a? l?tta ? m?r. ?tla a? f? m?r mj?lk og v?narbrau?. Sukk og sv?nar? ? kotinu. Og j?, h?r var 16 stiga hiti og s?l ? dag en heima ? str?ndinni var snj?r.
hum...
prófa einu sinni enn...