laugardagur, maí 15, 2004

Hum, þetta gekk nú ekki alveg hjá honum Jónsa greyinu. Það er greinilega stuð og sjóv sem Evrópa vill en ekki væl og dramatík. Fór þó verr hjá Norsurunum. Prik fá Norðmenn, Finnar, Danir, Rússar og stórvinir okkar í Mónakó. Færeyjingar þurfa nauðsynlega að fara fá sjálfstæði og Grænlendingar líka svo okkur fari nú að ganga betur. Ég var annars nokkurs konar júróvisjón kvöldverði hjá Þórunni og Helga. Mjög góður matur og ég er alveg viðbjóðslega södd. Kaus Jónsa reyndar ekki vegna þess að í fyrsta skipti hér í Danmörku varð ég inneignarlaus en Helgi og Þórunn gerðu sitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home