sunnudagur, maí 16, 2004

Er ekki allskostar laus við öfund núna. Víst orðið svaka flott hjá ræpunni systur minni í Tjarnarlundinum á Akureyri. Er farið að langa fjarska mikið í eigin veggi en sé fram á að ég eigi eftir að búa í einhverjum herbergiskytrum í allavega ár í viðbót. Skrítið að hugsa til þess að einu sinni bjó ég í íbúð sem er bara hinum megin við götuna hjá Birnu. Menntaskólaárin orðin ansi fjarlæg.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur huggað þig við það að mér sýnist sem svo að glansinn muni fara mjög fljótt af öllu þessu nýja dóti, miðað við síðustu daga ;) Guðanna bænum kauptu nýju fínu húsgögnin og njóttu þeirra glansandi fínna í nokkurn tíma áður en þú eignast börn og færð mín í heimsókn he he ;)

3:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home