miðvikudagur, maí 12, 2004

Allt að verða kreisí í Danaríki ekkert nema bryllup og bryllup igen. Í kvöld var bein útsending frá því á einni stöð þegar hin tilvonandi brúðhjón héldu sínum nánustu vinum teiti á skemmtistaðnum Vega í Köben. Svaka spennandi að sjá eitthvað fólk sem ég útlendingurinn þekki hvorki haus né sporð á. Skipti því fljótlega um stöð. En náði þó að sjá að brúðhjónin ungu eiga ansi marga unga og fallega nána vini.
Heyrði ansi skemmtilegt danskt lag á leiðinni heim úr dönskunni áðan þar sagði m.a. du er min Rachel og jeg er din Ross. Svo er bara að vona að hann Tómas "okkar" Þórðarson komist í kvöld inn í Júróvisjónkeppnina á laugardaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home