þriðjudagur, maí 25, 2004

Leiðinda- og pirringsdagur. Byrjaði reyndar vel því ég svaf til rúmlega 9 en svo bara down hill. Fór á skrifstofuna hjá AKU sem útveguðu mér húsnæði og var að athuga hvort ég gæti framleigt íbúðina. Það kom í ljós að það er hægara sagt en gert, verð sjáf að finna einhver og þessi fylgir voða skrifinnska og læti. Svo var það fundurinn með supernum eftir hádegi og hann glopraði því út úr sér núna tæpum þremur dögum fyrir skil að við séum ekki að nota kenningarnar nógu mikið eða á réttan hátt. Ekki mikið sem við getum gert í því núna. Svo fór kallinn líka að tala um einkunnir, skil bara ekki þá áráttu að tala um einkunnir fyrir fram. En allavega eins og verkefnið er núna þá stefnir það í áttu sem er svona avarage einkunn svipað og íslensk sjöa. Ég varð bara pirruð á þessu einkunnatali. Svo ofan á allt saman er þetta ínternship kjaftæði allt saman enn mjög óljóst.

Þóran er því ekki kát í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home