laugardagur, nóvember 17, 2007

Þetta er nú að verða hálf klént hérna, næ varla einni færslu á mánuði. Sit annars heima í sófa og horfi á Skógardýrið Húgó með Guðjóni nokkrum Dunbar. Þetta er mynd númer 2 um skógardýrið, erum búin með númer 1. Í dag hef ég líka farið í ræktina, horft á bókmenntaþáttinn Kiljuna, þrifið baðherbergið okkar, sett í tvær vélar og bráðum stend ég upp til að fara að elda kvöldmatinn. Jamm, þetta er alveg skelfilega heilbrigt allt saman. Það skal þó tekið fram svo engan fari að gruna að ég sé orðin settleg miðaldra húsmóðir fyrir aldur fram að ég djammaði um síðustu helgi, bæði kvöldin. Ó, sei, sei, já þetta var tekið á hörkunni, drukkið ofan í þynnkuna frá deginum áður. Hélt satt að segja að ég gæti þetta ekki lengur en maður kemur sjálfum sér stöðugt á óvart.

Á miðvikudaginn fer ég til Svíþjóðar, Malmö. Ég gisti bara eina nótt og verð bara tvo daga frá vinnu, hef aldrei farið í svona stutta ferð til útlanda. Spurning um að reyna að ná að kaupa einhverja jólagjafir.

Stelpurnar ætla út í kvöld, ég ætla svo ekki með þeim.

Þangað til í desember.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home