þriðjudagur, maí 11, 2004

Geri ekki annað en verkefnast með Greg og Andreas. Gengur hægt en gengur þó. Efast þó um að við náum að skila fyrr eins og Greg vill svo að hann komist í brúðkaup bróður síns án þess að þurfa að koma aftur hingað í vörnina. Pirrandi fyrir hann en svona er bara lífið.

Danir annars alveg að tapa sér yfir þessu brúðkaupi. Talað um þetta sem brúðkaup aldarinnar. En öldin er bara rétt að byrja, hvað þegar væntanlegur sonur eða dóttir þeirra hjúa giftir sig? Þá líka væntanlega tilvonandi kóngur eða drottning. Vonandi verður það nú á þessari öld líka. Sá einmitt sýnt frá einhverri voðalegri veislu áðan þar sem hin tilvonandi brúðhjón voru heiðursgestir. Hún Maja var voðalega sæt. Reyndar svoldið mikið skreytt með svaka hálsmenn og eyrnalokka en hefur þó mun betri kjólasmekk en tilvonandi tengdamóðir hennar. Konur á sjötugsaldri eiga að mínu mati ekkert að vera að skryta sig of mikið með fjöðrum. Júróvisjón fellur alveg í skuggann náttúrulega. En ég ætla nú samt að horfa á Jónsa á sviðinu í Tyrklandi, sé til með brúðkaupið.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ svín, ég varð að setja commentið mitt á nafnlaust því annars þurfti ég að skrá mig eitthvað.... alltaf sama vesenið á þessu hjá þér!!hehe Vildi bara vera fyrst hérna...hef annars ekkert að segja.....bara þúsund knúsar frá mér og gangi þér vel með verkefnið.... og láttu mig vita ef þú kemur á msn í dag!! KISS KISS, vona að þú vitir hver!!

11:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home