Smá tips hérna til þeirra sem hyggja á ferðalög til útlanda á næstunni:
- Verið búin að útvega ykkur plastpoka með rennilás eða "zip-lock bag" eins og hann kallast á útlenskunni. Maður þarf jú að setja allan vökva ofan í svona poka fyrir öryggistékkið en þeir eru hættir að láta mann fá svona poka í tékkinu. Ég var semsagt send niður í 10/11 þar sem ég átti að kaupa svona poka en þar voru þeir búnir. Jamm, frekar heimskulegt.
- Þeir sem fóru í gegnum Kastrup (alveg örugglega fjölfarnasti flugvöllur erlendis meðal Íslendinga) í sumar muna kannski eftir því að í vopnatékkinu var manni lofað að maður yrði ekki lengur en 7 mínútur í gegn og það sem meira var, það stóðst. En ekki lengur, ég stóð í röð í rúman hálftíma á fimmtudaginn. Og sé það lagt saman við tímann sem tekur að bíða í röðinni við "check-in" þá er þetta orðin fáranlega langur tími.
Malmö var annars fín og seminarið líka. Utanlandsferðum lokið að sinni.
Stal myndunum hér að neðan frá Birnunni.
1 Comments:
er að byrja að blogga og fylgjast með netlífi annarra aftur... bestu kveðjur!
Skrifa ummæli
<< Home