mánudagur, maí 03, 2004

Hann Carlos hinn ítalski er að mestu leyti ágætur nágranni. Er aldrei með mikil læti og svona. En ég þoli ekki að deila baðherbergi með honum. Hann skilur oft eftir skeggbrodda í vaskinum, sturtar stundum ekki niður, þrífur aldrei síuna í sturtubotninum og síðast en ekki síst pissar stundum út fyrir. Hvað er annars málið með það að pissa út fyrir? Hann er fjandakornið ekki að pissa í flösku heldur klósett for gúdnes seik. Og þegar slysin svo gerast, af hverju ekki að þurrka það upp? Tekur hann ekki eftir því?
En allavega hlakka ég geysilega mikið til að eignast mitt prívat klósett. Eða allavega klósett sem ég deili með einhverjum sem ég þekki. Mig hlakkar reyndar líka til að hætta að elda í sama herbergi og ég sef. Það er nefnilega ekkert spes.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home