mánudagur, maí 24, 2004

Usssss, búin að vera ekkert smá löt í dag. Sendum lokadraft til supersins í morgun og svo er lokafundur á morgun. Var komin heim um hádegið og hefði þá náttúrulega átt að fara að undirbúa presentation fyrir vörnina. En nei, nei, það var bara svo ósköp gott að gera ekki neitt. Svo hef ég líka fimm daga frá því að við skilum fram að vörn. Það hlýtur að duga.

Annars gott sjónvarpskvöld í kvöld, nýr Skadestuen (ER) þáttur áðan og Vores vilde liv á eftir. Ég er alveg merkilega húkt á Bráðavaktina, eykst ef eitthvað er. Kannski hefði ég bara átt að verða hjúkka eins og ég var að pæla í áður en í byrjaði í sagnfræðinni. Var einmitt að hugsa um það í gær hvar ég væri núna ef ég hefði ákveðið að fara í hjúkkuna frekar en sagnfræðina. Fæ sjálfsagt seint að vita það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home