fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Mig langar í kók og snakk.
Mig langar til útlanda í langt og gott frí.
Mig langar að flytja til útlanda og fara í skóla.
Mig langar að vera alltaf fyrir norðan hjá fjölskyldunni minni.
Mig langar að vera svaka mjó og fín og falleg.
Mig langar að gifta mig, eignst börn og vera hin fullkomna heimavinnandi húsmóðir.
Mig langar að fá svaka góða vinnu og vera alltaf frjáls og óháð.
Mig langar að fara heim og hvíla mig.
Mig langar að búa í Reykjavík og halda áfram hinu áhyggjulausa, áreynslulausa lífi.
Mig langar að læra frönsku, spænsku, rússnesku, arabísku, kínversku...
Mig langar að verða ástfangin.
Mig langar að lesa helling af góðum bókum.
Mig langar í enn fleiri ilmvötn.

Þetta skrifaði ég fyrir hálfu ári síðan. Þetta er allt gott og gilt nema fyrsta atriðið, mig langar ekki lengur í kók og þriðja atriðið því ég er að gera það. Síðasta atriðinu hefur líka verið fullnægt í bili, ég keypti mér ilmvatn í fríhöfninni fyrir afmælispeninginn frá ömmu. Spurning hvenær ég næ að gera rest.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home