þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Fór í danskan eróbik tíma í dag. Gat svona nokkurn veginn fylgst með en það er nú erfiðara á dönskunni. Ég var nú samt ekki lélegust þótt ég hafi líklegast verið sú lélegasta í dönskunni. Byrjaði á CV-inu í morgun, hvernig segir maður stúdentspróf á ensku? Og fyrst ég er komin út í þetta, hvernig segir maður stíflulosandi á dönsku? Sturtan er bara að verða alveg stífluð og Ítalinn virðist ekkert ætla að gera í því svo ég verð víst að gera eitthvað. Jæja Skadestuen (ER) er byrjuð aftur, verð að snúa mér að imbanum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home