Hilmir snýr aftur var bara prýðileg þótt danskt bíó skemmdi svoldið fyrir. Ég hef margt út á danska bíómenningu að setja. Í fyrsta lagi reykja þeir fyrir framan salina þannig að það er eins og maður sé bara á djamminu. Bíóin, hérna í Aalborg allavega, eru líka lítil og ljót. Afskaplega lítill halli á sætunum og svona. Það er líka sætakerfi þannig að maður fær sitt sæti eins og í leikhúsi. Það getur sjálfsagt verið ágætt stundum en þetta þýddi að í gær voru öftustu 6-7 bekkirnir alveg fullskipaðir en hinir fremri tómir. Eðlilega kannski en þetta var ansi mikil samþjöppun fyrir lítinn Íslending sem er vanur að hafa sitt space eins lengi og mögulega hægt er.
En aftur að myndinni, hún var löng sem truflaði mig svo sem ekkert nema þegar kom að endanum. Ég hef aldrei séð mynd sem er svona afskaplega lengi að enda.
En aftur að myndinni, hún var löng sem truflaði mig svo sem ekkert nema þegar kom að endanum. Ég hef aldrei séð mynd sem er svona afskaplega lengi að enda.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home