laugardagur, febrúar 14, 2004

Búin að vera bara nokkuð dugleg í dag. Fyrirhugaðri Arhusferð var frestað og því verður þetta bara ágætis lestrarhelgi. Veit alveg hellings meira um flókið stjórnkerfi Evrópusambandsins en ég gerði þegar ég vaknaði í morgun. Samt sem áður ætla ég nú ekki að lesa í kvöld heldur skella mér í bíó. Ég hef ekki enn séð L.O.T.R. og vil nú sjá hana í bíó áður en Danirnir hætta að sýna hana. Það sem meira er þá ætla ég ein í bíó í fyrsta skipti á ævinni, það er náttúrulega allir búinr að sjá þess að mynd þannig að í stað þess að draga einhvern með mér ákvað ég bara að fara ein.

En áður en haldið verður af stað í bíóhúsið verð ég að fá mér eitthvað að borða. Það er eitthvað með mat þessa dagana, ég nenni ekki að kaupa hann, elda hann og varla að borða hann heldur. Þetta er ekki eitthvert megrunarafbrigði heldu bara... eitthvað, ég veit ekki. Ætli ég fái mér ekki bara kornflex í annað skipti í dag sem gerir reyndar matseðil dagsins ansi einhæfan. Eða ég fæ mér bara popp í bíóinu. Það er svo fjandi gott þegar mamma eldar bara ofan í mann og ég þarf varla að gera neitt nema tyggja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home