fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Fór í ræktina og keypti mér 6 mánaða kort. Það er annað hvort það eða kaupa 12 mánaða kort, ekkert styttra. Nú er bara vera dugleg að mæta og með það í huga æfði ég í dag. Á leiðinni heim fannst mér alveg tilvalið að koma við í Super og kaupa snakkpoka þar sem ég hafði verið svona óhugnalega dugleg. Nú er ég búin að éta næstum heilan poka af fitugum flögum og bíð bara eftir því að fá í magann. Ég ætlaði líka að læra í dag en er ekki að nenna því. Aumingi.

P.s. Begga, hvernig væri að vera við símann þegar ég hringi? Mér finnst það nú lágmarkskurteisi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home