mánudagur, febrúar 28, 2005
Taskan komin í leitirnar og fæ ég hana afhenta núna eftir hádegið. Gleði ríkir því í mínum herbúðum. Þá er bara að nenna að læra. Ætla að lesa kenningar í dag og á morgun en á miðvikudag hefst undirbúningur fyrir prófið á mánudaginn. Þarf að lesa aðeins í efninu til að hressa upp á minnið enda rúmur mánuður síðan ég skilaði verkefninu og svo ákveða efni fyrir og búa til stutta presentation. Jamms, nóg að gera.
sunnudagur, febrúar 27, 2005
Skemmti mér vel á blótinu í gærkvöldi. Eftirköstin eru þó meiri en oft áður ef svo má segja þar sem ég týndi töskunni minni og þar með kortunum mínum og símanum svo maður minnist nú ekki á punginn nýja. Ég var því upp á náð og miskunn Þórunnar og Helga komin í nótt og endaði með því að eyða annarri nótt á sófanum þeirra. Vonandi fæ ég veskið aftur, hringi á morgunn og athuga með það. Eins gott að ég þarf ekkert að mæta í skóla eða vinnu næstu dagana því nú hef ég enga vekjaraklukku.
laugardagur, febrúar 26, 2005
Þorrablót í kvöld. Í því tilefni verður troðið sér í nælon og pils og skjögrað um á háum hælum. Ég og Þórunn fórum því í bæinn í gær og ég verslaði mér téðar sokkabuxur, eyrnalokka og pung. Á íslensku myndi pungur þessi útleggjast sem budda.
Í gærkvöldi var svo farið í Irish house og öl drukkið og endaði ég á sófanum hjá Þórunni og Helga vegna þess að ég nennti ómögulega að bíða eftir síðasta strætó úr bænum. Ég svaf alveg prýðilega á sófanum og dreymdi afskaplega fjörugt og skemmtilegt brúðkaup. Það skal þó tekið fram að það var ekki mitt eigið. Í brúðkaupinu var málari sem málaði myndir af brúðkaupsgestum. Hugmynd?
Í gærkvöldi var svo farið í Irish house og öl drukkið og endaði ég á sófanum hjá Þórunni og Helga vegna þess að ég nennti ómögulega að bíða eftir síðasta strætó úr bænum. Ég svaf alveg prýðilega á sófanum og dreymdi afskaplega fjörugt og skemmtilegt brúðkaup. Það skal þó tekið fram að það var ekki mitt eigið. Í brúðkaupinu var málari sem málaði myndir af brúðkaupsgestum. Hugmynd?
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Sendi inn "first outline of problem formulation" í dag til aðalmannsins í deildinni, Plaschke. Nokkur áfangi þótt plaggið sé nú ekki merkilegt sem slíkt, masters-ritgerðin komin formlega af stað. Þá er bara að sjá hver viðbrögðin verða hjá væntanlegum leiðbeinanda.
Keypti mér bók í vikunni. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að þetta er ekki námsbók. Fór í bóksöluna hérna í skólanum og þar sá ég Age of Exstremes eftir hann Eric Hobsbawm á kostakjörum, bara 69 kr. danskar. Þetta er reyndar fræðirit eins og nafnið bendir til í sagnfræði upp á tæpar 600 síður. Hvenær þetta verður lesið veit ég ekki. Sjálfsagt ekki fyrr en í sumar eða haust þegar ritgerðarsmíð verður lokið. En þetta er afar eiguleg bók þótt kilja sé og mig hefur lengi langað til að lesa hana enda umtöluð á sínum tíma innan fræðana góðu.
Keypti mér bók í vikunni. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að þetta er ekki námsbók. Fór í bóksöluna hérna í skólanum og þar sá ég Age of Exstremes eftir hann Eric Hobsbawm á kostakjörum, bara 69 kr. danskar. Þetta er reyndar fræðirit eins og nafnið bendir til í sagnfræði upp á tæpar 600 síður. Hvenær þetta verður lesið veit ég ekki. Sjálfsagt ekki fyrr en í sumar eða haust þegar ritgerðarsmíð verður lokið. En þetta er afar eiguleg bók þótt kilja sé og mig hefur lengi langað til að lesa hana enda umtöluð á sínum tíma innan fræðana góðu.
Ægilegar draumfarir þessa dagana og oftar en ekki slæmar. Í gær dreymdi mig til að mynda að ég missti hann Guðjón litla hennar Beggu niður háan, brattan stiga. Það var vægast sagt alveg ægilegt. En þetta ætti að vera fyrirboði um langlífi hans skv. gömlum kerlingabókum. Vona bara að Begga leyfi mér nú að koma nálægt barninu þrátt fyrir þetta.
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Djöfull sem það er kalt úti. Það verður einhvern veginn kaldara hér en heima, held það sé rakinn eða eitthvað. Svo þegar vindkælingin bætist við verður þetta næstum óbærilegt. Skil ekki hvernig fólk fer að því að vera húfulaust í svona kulda, ég myndi bara látast, búið spil. Ef ég neyðist til að fara út aftur á morgun verður bætt við peysu og síðum nærbuxum (sokkabuxum) og jafnvel farið í úlpuna, svo slæmt er ástandið.
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Var að koma heim úr mikilli svaðilför. Ákvað að fá mér ferskt loft og fara í smá gönguferð. Þetta reyndist heldur betur misráðið hjá mér. Úti er nefnilega skítakuldi, slydda og meira að segja smá skafrenningur. Ég gerði náttúrulega þau grundvallarmistök að treysta á reynslu mína af dönsku vetrarveðri og fór bara í flís og setti á mig húfu og vettlinga. Göngutúrinn var bara 20 mín. langur og ég held að ég sé frosin í gegn. Það hefði nú verið dulítil skömm að verða úti í Danmörku, verandi frá skerinu þar sem allra veðra er von og allt það. Héðan í frá verða sko engin sénsar teknir í veðurlegu tilliti.
Er að lesa danska sagnfræði. Var að lesa um hvernig norrænu þjóðríkin urðu til. Noregur sem slíkur er víst dönsk hugmynd sem til varð meðal danskrar menntamanna og yfirstéttar í Osló, eða Kristjaníu eins og borgin hét þá, á 19. öld. Finnland er líka bara partur af gamla sænska ríkinu en hugmyndin um sérstaka finnska þjóð og finnskt ríki kom víst ekki upp fyrr en Rússar lögðu "Finnland" undir sig einmitt á 19. öldinni. Svo er þetta náttúrlega líka nátengt hinum rómantísku hugmyndum 19. aldarinnar um þjóðríki og tengsl þjóðar, tungumáls og landsvæðis. Mjög áhugavert finnst mínum.
laugardagur, febrúar 19, 2005
Var að fá pakka að heiman. Í honum var meðal annars harðfiskur, alvöru harðfiskur. Ekkert búðardrasl heldur svona með roðinu sem erfitt er að tyggja. Borðaði eitt flak núna áðan og mikið svakalega er hann góður. Átti reyndar ekki alvöru smjör heldur bara léttu, hálfgerð vanvirðing við fiskinn. Nú vantar bara skyr og seytt rúgbrauð, nammi, namm.
föstudagur, febrúar 18, 2005
Alveg merkilegt þegar ég plokka á mér augabrýrnar þá fer ég alltaf að hnerra. Þetta gerist líka stundum þegar ég greiði á mér blautt hárið. Það er greinilega eitthvað "dularfullt" sambandið á milli hársekkjanna eða hvað þetta nú heitir og nefsins á mér.
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Virðist sem duldið stress svífi yfir vötnum. Er ekki að nenna að lesa og þegar ég les þá skil ég ekki helminginn. Discourse analysis er ekki beint uppáhaldið mitt þessa dagana. Búin að fá dagsetningu á vörnina, hún verður mánudaginn 7. mars. Allt í lagi svosem, hefði getað verið ennþá seinna. Stefnt er að heimför svo einhvern tímann eftir það en fyrir páska.
Hér er annars enn hvítt yfir öllu og áðan þegar ég fór út snjóaði. Þetta er bara skrítið, maður er ekki vanur snjó yfir höfuð hér í Álaborginni. Næst þegar ég fer til útlanda fer ég til heitari landa, það er alveg á hreinu. Munur að fara svona til Ríó um miðjan vetur eins og Heiðrún frænka gerði um daginn. Þetta er sko rétti tíminn til þess að fara til útlanda. Hinum stuttu, björtu, dásamlegu, íslensku sumrum á maður að njóta á Fróni.
Hér er annars enn hvítt yfir öllu og áðan þegar ég fór út snjóaði. Þetta er bara skrítið, maður er ekki vanur snjó yfir höfuð hér í Álaborginni. Næst þegar ég fer til útlanda fer ég til heitari landa, það er alveg á hreinu. Munur að fara svona til Ríó um miðjan vetur eins og Heiðrún frænka gerði um daginn. Þetta er sko rétti tíminn til þess að fara til útlanda. Hinum stuttu, björtu, dásamlegu, íslensku sumrum á maður að njóta á Fróni.
mánudagur, febrúar 14, 2005
Komin heim frá Osló eftir velheppnaða helgarferð. Tókum megaverslunardag á laugardag, ég held að Þórunn sé orðin uppáhalds verslunarfélagi minn. Hittum Kamran og "konurnar hans" tvær á bæði föstudags-og laugardagskvöldið og ég sá aðeins framan í Huldu. Lentum svo í smá ævintýri á leiðinni heim, ég var stoppuð á flugvellinum í Osló af því að ég var með skæri í handfarangri en það sem meira var þá seinkaði fluginu okkar frá Billund og farangurinn týndist. Reyndar kom það bara niður á Þórunni þar sem hún hafði tékkað inn farangurinn sinn og svefnpokinn sem ég var með er hennar. En vonandi hefur hún fengið þetta aftur í hendurnar í dag.
Hér í Álaborginni er svo komin alvöru snjór í fyrsta skipti síðan ég kom hingað fyrst. Nú upplifi ég það að sökkva í snjóinn þegar ég labba um þar sem ekki hefur verið mokað.
Hér í Álaborginni er svo komin alvöru snjór í fyrsta skipti síðan ég kom hingað fyrst. Nú upplifi ég það að sökkva í snjóinn þegar ég labba um þar sem ekki hefur verið mokað.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Dreymdi hræðilega í nótt aðra nóttina í röð. Nú var verið að bora með einhvers konar bor, afskaplega breiðum bor, inn í hausinn á einhverjum. Held að ég hafi ekki þekkt manneskjuna. Ég vaknaði og þar sem klukkan var farin að ganga 11 andaði ég léttar og fór á lappir. Í gær nótt hinsvegar var ég stödd í helförinni, fangabúðum gyðinga. Vaknaði með öndina í hálsinum og vildi helst ekki fara aftur að sofa en hjá því var varla komist því klukkan var 4.
Norge á morgun, vííí.
Norge á morgun, vííí.
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Það er víst öskudagur í dag sem er góð afsökun fyrir því að vera latur. Fékk alltaf frí hérna í gamla daga á þessum degi til að sníkja nammi.
Fékk miðana í pósti áðan. Fljúgum fyrst til Billund og þaðan til Osló. Frá Oslo S verður rölt til Kamrans og svo hittum við Huldu og Max seinna um kvöldið.
Þóra Huld frænka mín sem líka er hér í Danaríki átti afmæli í gær. Til hamingju skvís ef þú ert þarna einhvers staðar! Hún er orðin 27 ára gömul. Hérna einu sinni fannst mér bara ekkert gaman að vera fædd síðust á árinu af okkur þremur frænkunum, mér, Þóru og Heiðrúnu en nú er það bara fínt. Reyndar finnst mér 27 ára afmælið ansi stórt og ógnandi einhvern veginn, stærra en 25 ára afmælið. Held það tengist því að mamma átti mig þegar hún var 27 og hún var sein til á þeirra tíma mælikvarða. Hef því alltaf tengt 27 ára aldurinn við það að vera svo sannarlega orðin fullorðin sem ég er ekki. En ég hef enn rúmt hálft ár til þess að uppfylla kríteríuna. Í október verð ég kannski komin í fasta vinnu, í fasteignahugleiðingar og bílalán.
Fékk miðana í pósti áðan. Fljúgum fyrst til Billund og þaðan til Osló. Frá Oslo S verður rölt til Kamrans og svo hittum við Huldu og Max seinna um kvöldið.
Þóra Huld frænka mín sem líka er hér í Danaríki átti afmæli í gær. Til hamingju skvís ef þú ert þarna einhvers staðar! Hún er orðin 27 ára gömul. Hérna einu sinni fannst mér bara ekkert gaman að vera fædd síðust á árinu af okkur þremur frænkunum, mér, Þóru og Heiðrúnu en nú er það bara fínt. Reyndar finnst mér 27 ára afmælið ansi stórt og ógnandi einhvern veginn, stærra en 25 ára afmælið. Held það tengist því að mamma átti mig þegar hún var 27 og hún var sein til á þeirra tíma mælikvarða. Hef því alltaf tengt 27 ára aldurinn við það að vera svo sannarlega orðin fullorðin sem ég er ekki. En ég hef enn rúmt hálft ár til þess að uppfylla kríteríuna. Í október verð ég kannski komin í fasta vinnu, í fasteignahugleiðingar og bílalán.
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Ég greinilega skít peningum eða tel mér allavega trú um það. Við Þórunn ætlum nefnilega í helgarferð til Noregs núna um helgina og pöntuðum okkur far í gær. Það verður bara gaman.
Annars eru kosningar hér í Danmörkunni í dag og síðustu daga hefur maður svo sannarlega orðið var við það. Stjórnarflokkarnir halda að öllum líkindum velli víst, því miður skv. Dönunum tveimur hérna á kolleginu sem ég var að spjalla við um þetta áðan. Þau kusu Radikale Venstre og Enhedslisten sem eru þeir tveir flokkar sem eru lengst til vinstri hér en stjórnarflokkarnir tveir eru hægri flokkar. Dansk Folkeparti og Pia Kjærsgård voru líka til umræðu en að mati þeirra er sá flokkur Dönum til háborinnar skammar enda púra rasistaflokkur. Ég var líka spurð af danska stráknum hvort Ísland hefði einhvern tímann verið undir Dönum. Ég veit svosem að Ísland er lítið land en á maðurinn ekki að vita þetta og hann sem er kennaranemi.
Annars eru kosningar hér í Danmörkunni í dag og síðustu daga hefur maður svo sannarlega orðið var við það. Stjórnarflokkarnir halda að öllum líkindum velli víst, því miður skv. Dönunum tveimur hérna á kolleginu sem ég var að spjalla við um þetta áðan. Þau kusu Radikale Venstre og Enhedslisten sem eru þeir tveir flokkar sem eru lengst til vinstri hér en stjórnarflokkarnir tveir eru hægri flokkar. Dansk Folkeparti og Pia Kjærsgård voru líka til umræðu en að mati þeirra er sá flokkur Dönum til háborinnar skammar enda púra rasistaflokkur. Ég var líka spurð af danska stráknum hvort Ísland hefði einhvern tímann verið undir Dönum. Ég veit svosem að Ísland er lítið land en á maðurinn ekki að vita þetta og hann sem er kennaranemi.
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Er enn að rétta mig af eftir gærkvöldið. Nú var það þó ekki taumlaus drykkja heldur át. Fékk svívirðilega gott rjómasveppa tortellini hjá Þórunni og Helga og þegar maturinn hafði fengið að sjatna pínsu í maganum var haldið áfram með ís og íslensku nammi. Sérdeilis ljúffengt, takk, takk. Á eftir var svo horft á Idol, 32 manna úrslitin. Strákarnir eru voðalega eitthvað glataðir þetta árið.
Það sem af er degi hef ég ekki afrekað mikið nema þrífa baðherbergið mitt. Ég elska baðherbergið mitt. Bara frábært að þrífa einungis skítinn eftir sjálfan sig. Og núna ætla ég í sturtu í þessu títt nefnda baðherbergi.
Það sem af er degi hef ég ekki afrekað mikið nema þrífa baðherbergið mitt. Ég elska baðherbergið mitt. Bara frábært að þrífa einungis skítinn eftir sjálfan sig. Og núna ætla ég í sturtu í þessu títt nefnda baðherbergi.
Skrítið þetta þegar maður nennir einhvern veginn ekki að fara að sofa, eins og mér finnst það nú annars gott.
föstudagur, febrúar 04, 2005
Þetta er hann Jón Jónsson fæddur 12. ágúst 1849 á Melum í Hrútafirði, bróðir Jósefs langa, langa afa míns. Hann var prestur og prófastur í Austur-Skaftafellssýslu og þingmaður þeirra skaftfellinga um hríð. Við Jón frændi sálugi eigum það helst sameiginlegt sýnist mér að hafa stundað nám í Danaveldi. Hann setti líka svolítið brýrnar sé ég eins og ég geri á stundum.
Já, það er svona þegar manni leiðist á föstudagskvöldi og nennir ómögulega að horfa á sjónvarpið. Þá fer maður að sörfa á netinu og jafnvel að ættfræðast eins og ég í kvöld. Hann Jón þessi var sá eini af ættmennum mínum sem ég fann mynd af á netinu.
Sinnið betra í dag en undanfarna daga. Í fyrsta lagi er kvefið í rénum og í annan stað var ég dugleg að lesa í dag. Las um 40 síður í um post-constructivisma. Var að lesa þetta í annað sinn en það tók mig um 6 tíma með góðum pásum þó. Þetta er sko ekkert léttmeti og sumt þurfti ég að lesa svona fimm sinnum til þess að fá einhvern botn í það. En launin eru að mér finnst þetta meika sens og fjandinn ef þetta er ekki bara nothæfur kenningarlegur grunnur og rúmlega það fyrir ritgerðina mína. En ég á svo sem eftir að lesa helling í kringum þetta en þetta var árangursríkur dagur og mín er glöð.
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Ætlaði að vera alveg svaka dugleg í dag en það ætlar að verða eitthvað minna úr því. Fór á bókasafnið í morgun þó og náði mér slatta af góðum bókum en eftir því sem leið á morguninn færðist kvefið yfir mig af fullum þunga sem hefur verið í gerjun síðustu daga. Er núna stífluð alveg upp í enni, hnerrandi með nefrennsli og hálf dofin í hausnum. Er bara hugsa um að leggja mig.
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Er voðalega mikið í lausu lofti þessa dagana. Er að reyna að byrja einhvern veginn á ritgerðinni en veit ekki alveg hvernig fara skal að. Hef einhvern veginn engan til að ráðfæra mig við, maður fékk það þó í hópverkefnunum. Veit því ekkert hvort það sem ég er að hugsa í sambandi við þetta meiki eitthvað sens, þó nokkur efi í gangi um eigin getu og hæfni.