þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Ég greinilega skít peningum eða tel mér allavega trú um það. Við Þórunn ætlum nefnilega í helgarferð til Noregs núna um helgina og pöntuðum okkur far í gær. Það verður bara gaman.

Annars eru kosningar hér í Danmörkunni í dag og síðustu daga hefur maður svo sannarlega orðið var við það. Stjórnarflokkarnir halda að öllum líkindum velli víst, því miður skv. Dönunum tveimur hérna á kolleginu sem ég var að spjalla við um þetta áðan. Þau kusu Radikale Venstre og Enhedslisten sem eru þeir tveir flokkar sem eru lengst til vinstri hér en stjórnarflokkarnir tveir eru hægri flokkar. Dansk Folkeparti og Pia Kjærsgård voru líka til umræðu en að mati þeirra er sá flokkur Dönum til háborinnar skammar enda púra rasistaflokkur. Ég var líka spurð af danska stráknum hvort Ísland hefði einhvern tímann verið undir Dönum. Ég veit svosem að Ísland er lítið land en á maðurinn ekki að vita þetta og hann sem er kennaranemi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home