mánudagur, febrúar 14, 2005

Komin heim frá Osló eftir velheppnaða helgarferð. Tókum megaverslunardag á laugardag, ég held að Þórunn sé orðin uppáhalds verslunarfélagi minn. Hittum Kamran og "konurnar hans" tvær á bæði föstudags-og laugardagskvöldið og ég sá aðeins framan í Huldu. Lentum svo í smá ævintýri á leiðinni heim, ég var stoppuð á flugvellinum í Osló af því að ég var með skæri í handfarangri en það sem meira var þá seinkaði fluginu okkar frá Billund og farangurinn týndist. Reyndar kom það bara niður á Þórunni þar sem hún hafði tékkað inn farangurinn sinn og svefnpokinn sem ég var með er hennar. En vonandi hefur hún fengið þetta aftur í hendurnar í dag.

Hér í Álaborginni er svo komin alvöru snjór í fyrsta skipti síðan ég kom hingað fyrst. Nú upplifi ég það að sökkva í snjóinn þegar ég labba um þar sem ekki hefur verið mokað.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ kæra frænka. Þá er ég komin heim eftir frábæra tveggja vikna Ríó ferð! Ég vildi svo sannarlega vera þar áfram í 30-40 stiga hita en hér í frosti og skítaveðri! :S En hvað um það. Hvenær er svo aftur von á þér heim?

7:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home