föstudagur, febrúar 04, 2005



Þetta er hann Jón Jónsson fæddur 12. ágúst 1849 á Melum í Hrútafirði, bróðir Jósefs langa, langa afa míns. Hann var prestur og prófastur í Austur-Skaftafellssýslu og þingmaður þeirra skaftfellinga um hríð. Við Jón frændi sálugi eigum það helst sameiginlegt sýnist mér að hafa stundað nám í Danaveldi. Hann setti líka svolítið brýrnar sé ég eins og ég geri á stundum.

Já, það er svona þegar manni leiðist á föstudagskvöldi og nennir ómögulega að horfa á sjónvarpið. Þá fer maður að sörfa á netinu og jafnvel að ættfræðast eins og ég í kvöld. Hann Jón þessi var sá eini af ættmennum mínum sem ég fann mynd af á netinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home