fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Virðist sem duldið stress svífi yfir vötnum. Er ekki að nenna að lesa og þegar ég les þá skil ég ekki helminginn. Discourse analysis er ekki beint uppáhaldið mitt þessa dagana. Búin að fá dagsetningu á vörnina, hún verður mánudaginn 7. mars. Allt í lagi svosem, hefði getað verið ennþá seinna. Stefnt er að heimför svo einhvern tímann eftir það en fyrir páska.

Hér er annars enn hvítt yfir öllu og áðan þegar ég fór út snjóaði. Þetta er bara skrítið, maður er ekki vanur snjó yfir höfuð hér í Álaborginni. Næst þegar ég fer til útlanda fer ég til heitari landa, það er alveg á hreinu. Munur að fara svona til Ríó um miðjan vetur eins og Heiðrún frænka gerði um daginn. Þetta er sko rétti tíminn til þess að fara til útlanda. Hinum stuttu, björtu, dásamlegu, íslensku sumrum á maður að njóta á Fróni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home