Sinnið betra í dag en undanfarna daga. Í fyrsta lagi er kvefið í rénum og í annan stað var ég dugleg að lesa í dag. Las um 40 síður í um post-constructivisma. Var að lesa þetta í annað sinn en það tók mig um 6 tíma með góðum pásum þó. Þetta er sko ekkert léttmeti og sumt þurfti ég að lesa svona fimm sinnum til þess að fá einhvern botn í það. En launin eru að mér finnst þetta meika sens og fjandinn ef þetta er ekki bara nothæfur kenningarlegur grunnur og rúmlega það fyrir ritgerðina mína. En ég á svo sem eftir að lesa helling í kringum þetta en þetta var árangursríkur dagur og mín er glöð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home