fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Sendi inn "first outline of problem formulation" í dag til aðalmannsins í deildinni, Plaschke. Nokkur áfangi þótt plaggið sé nú ekki merkilegt sem slíkt, masters-ritgerðin komin formlega af stað. Þá er bara að sjá hver viðbrögðin verða hjá væntanlegum leiðbeinanda.

Keypti mér bók í vikunni. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að þetta er ekki námsbók. Fór í bóksöluna hérna í skólanum og þar sá ég Age of Exstremes eftir hann Eric Hobsbawm á kostakjörum, bara 69 kr. danskar. Þetta er reyndar fræðirit eins og nafnið bendir til í sagnfræði upp á tæpar 600 síður. Hvenær þetta verður lesið veit ég ekki. Sjálfsagt ekki fyrr en í sumar eða haust þegar ritgerðarsmíð verður lokið. En þetta er afar eiguleg bók þótt kilja sé og mig hefur lengi langað til að lesa hana enda umtöluð á sínum tíma innan fræðana góðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home