Ætlaði að vera alveg svaka dugleg í dag en það ætlar að verða eitthvað minna úr því. Fór á bókasafnið í morgun þó og náði mér slatta af góðum bókum en eftir því sem leið á morguninn færðist kvefið yfir mig af fullum þunga sem hefur verið í gerjun síðustu daga. Er núna stífluð alveg upp í enni, hnerrandi með nefrennsli og hálf dofin í hausnum. Er bara hugsa um að leggja mig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home