miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Djöfull sem það er kalt úti. Það verður einhvern veginn kaldara hér en heima, held það sé rakinn eða eitthvað. Svo þegar vindkælingin bætist við verður þetta næstum óbærilegt. Skil ekki hvernig fólk fer að því að vera húfulaust í svona kulda, ég myndi bara látast, búið spil. Ef ég neyðist til að fara út aftur á morgun verður bætt við peysu og síðum nærbuxum (sokkabuxum) og jafnvel farið í úlpuna, svo slæmt er ástandið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home