þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Er að lesa danska sagnfræði. Var að lesa um hvernig norrænu þjóðríkin urðu til. Noregur sem slíkur er víst dönsk hugmynd sem til varð meðal danskrar menntamanna og yfirstéttar í Osló, eða Kristjaníu eins og borgin hét þá, á 19. öld. Finnland er líka bara partur af gamla sænska ríkinu en hugmyndin um sérstaka finnska þjóð og finnskt ríki kom víst ekki upp fyrr en Rússar lögðu "Finnland" undir sig einmitt á 19. öldinni. Svo er þetta náttúrlega líka nátengt hinum rómantísku hugmyndum 19. aldarinnar um þjóðríki og tengsl þjóðar, tungumáls og landsvæðis. Mjög áhugavert finnst mínum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Líka mínum

theb

3:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home