Skemmti mér vel á blótinu í gærkvöldi. Eftirköstin eru þó meiri en oft áður ef svo má segja þar sem ég týndi töskunni minni og þar með kortunum mínum og símanum svo maður minnist nú ekki á punginn nýja. Ég var því upp á náð og miskunn Þórunnar og Helga komin í nótt og endaði með því að eyða annarri nótt á sófanum þeirra. Vonandi fæ ég veskið aftur, hringi á morgunn og athuga með það. Eins gott að ég þarf ekkert að mæta í skóla eða vinnu næstu dagana því nú hef ég enga vekjaraklukku.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home