þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Var að koma heim úr mikilli svaðilför. Ákvað að fá mér ferskt loft og fara í smá gönguferð. Þetta reyndist heldur betur misráðið hjá mér. Úti er nefnilega skítakuldi, slydda og meira að segja smá skafrenningur. Ég gerði náttúrulega þau grundvallarmistök að treysta á reynslu mína af dönsku vetrarveðri og fór bara í flís og setti á mig húfu og vettlinga. Göngutúrinn var bara 20 mín. langur og ég held að ég sé frosin í gegn. Það hefði nú verið dulítil skömm að verða úti í Danmörku, verandi frá skerinu þar sem allra veðra er von og allt það. Héðan í frá verða sko engin sénsar teknir í veðurlegu tilliti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home