laugardagur, febrúar 26, 2005

Þorrablót í kvöld. Í því tilefni verður troðið sér í nælon og pils og skjögrað um á háum hælum. Ég og Þórunn fórum því í bæinn í gær og ég verslaði mér téðar sokkabuxur, eyrnalokka og pung. Á íslensku myndi pungur þessi útleggjast sem budda.

Í gærkvöldi var svo farið í Irish house og öl drukkið og endaði ég á sófanum hjá Þórunni og Helga vegna þess að ég nennti ómögulega að bíða eftir síðasta strætó úr bænum. Ég svaf alveg prýðilega á sófanum og dreymdi afskaplega fjörugt og skemmtilegt brúðkaup. Það skal þó tekið fram að það var ekki mitt eigið. Í brúðkaupinu var málari sem málaði myndir af brúðkaupsgestum. Hugmynd?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home