sunnudagur, febrúar 06, 2005

Er enn að rétta mig af eftir gærkvöldið. Nú var það þó ekki taumlaus drykkja heldur át. Fékk svívirðilega gott rjómasveppa tortellini hjá Þórunni og Helga og þegar maturinn hafði fengið að sjatna pínsu í maganum var haldið áfram með ís og íslensku nammi. Sérdeilis ljúffengt, takk, takk. Á eftir var svo horft á Idol, 32 manna úrslitin. Strákarnir eru voðalega eitthvað glataðir þetta árið.

Það sem af er degi hef ég ekki afrekað mikið nema þrífa baðherbergið mitt. Ég elska baðherbergið mitt. Bara frábært að þrífa einungis skítinn eftir sjálfan sig. Og núna ætla ég í sturtu í þessu títt nefnda baðherbergi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home