miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Það er víst öskudagur í dag sem er góð afsökun fyrir því að vera latur. Fékk alltaf frí hérna í gamla daga á þessum degi til að sníkja nammi.

Fékk miðana í pósti áðan. Fljúgum fyrst til Billund og þaðan til Osló. Frá Oslo S verður rölt til Kamrans og svo hittum við Huldu og Max seinna um kvöldið.

Þóra Huld frænka mín sem líka er hér í Danaríki átti afmæli í gær. Til hamingju skvís ef þú ert þarna einhvers staðar! Hún er orðin 27 ára gömul. Hérna einu sinni fannst mér bara ekkert gaman að vera fædd síðust á árinu af okkur þremur frænkunum, mér, Þóru og Heiðrúnu en nú er það bara fínt. Reyndar finnst mér 27 ára afmælið ansi stórt og ógnandi einhvern veginn, stærra en 25 ára afmælið. Held það tengist því að mamma átti mig þegar hún var 27 og hún var sein til á þeirra tíma mælikvarða. Hef því alltaf tengt 27 ára aldurinn við það að vera svo sannarlega orðin fullorðin sem ég er ekki. En ég hef enn rúmt hálft ár til þess að uppfylla kríteríuna. Í október verð ég kannski komin í fasta vinnu, í fasteignahugleiðingar og bílalán.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home