miðvikudagur, mars 31, 2004

Geðið er betra í dag. Hittum Poul Madsen supervisorinn okkar og hann sagði að hann væri farin að "sjá verkefni" og það er alltaf gott. Hann er mun betri en Bent Boel sem við höfuðum á síðustu önn, hefur nefnilega áhuga og vilja til að hjálpa okkur við þetta. Ég fór líka í dönskutíma í kvöld. Dönsk setningafræði er ekki alveg að gera sig, alveg hund-drepleiðinleg.

Mikið að gera næstu tvo daga við að undirbúa Íslandsför. Þarf að ganga frá öllu í sambandi við skólann, pakka, þrífa, borga reikninga og versla. Skömmu eftir miðnætti á föstudaginn verður svo lagt í hið langa ferðalag. Sjö tímar á Kastrup, staðurinn er að verða eins og annað (eða þriðja) heimili mitt.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Allt ómögulegt.

laugardagur, mars 27, 2004

Í nótt breytist tíminn. Klukkan tíu í fyrramálið þegar ég fer á fætur verður klukkan orðin ellefu. Finnst þetta svoldið sérkennileg siðvenja en sjálfsagt meikar þetta eitthvað sens.

Er annars voðalega eitthvað angurvær þessa stundina. Ekki það að það sé eitthvað slæmt. Finnst eins og eitthvað mikið sé að gerast og/eða breytast. Hef ekki nánari skýringar í bili.
Annar í afslöppun, er bara ómögulega að nenna að gera nokkurn skapaðan hlut. Fór annars aðeins út í gærkvöldi. Fórum í pool, drukkum nokkra bjóra og spjölluðum. Sofnaði ekki fyrr en rúmlega 5 og svaf því langt fram á dag. Afskaplega notalegt. En á morgun verð ég nú að fara koma einhverju í verk. Margt sem ég þarf að gera áður en ég fer heim.

föstudagur, mars 26, 2004

What a beautiful day. Svaf út í morgun sem reyndar var bara til kl. tíu. Horfði síðan á dvd, ég elska að horfa einstaka sinnum á dvd um miðjan dag. Fór aðeins upp í skóla og hitti síðan Dögg í bænum. Þar á eftir eldaði ég í fyrsta skipti í vikunni. Ansi gott að borða eitthvað annað en brauð og kornflex. Afskaplega gott að gera eitthvað allt annað en að læra.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Jæja þetta er búið. Gekk svona sæmilega án þess ég viti neitt svosem. Ég svaraði allavega öllu. Ég, Greg og Andreas sátum saman heima hjá Andreas og gerðum prófið. Það gekk bara vel, fínt að vera ekki alveg einn í þessu. Verst var að eitthvað gerðist þegar Andreas var að sava prófið þannig að það eyddist eða eitthvað. Allavega gátum við ómögulega kallað það fram og hann gat ekki skilað. Átta tíma vinna farin í vaskinn og hann verður að taka prófið aftur væntanlega einhvern tímann seinna. Hann tók þessu samt ótrúlega rólega, fékk sér pizzu með okkur á eftir og allt. Ég hefði gjörsamlega trompast og ekki verið viðræðuhæf næstu vikuna allavegana.

Nú ligg ég bara og horfi á sjónvarpið og nýt þess að gera ekki neitt. Er ógeðslega þreytt enda svaf ég ekki mikið í nótt eða síðustu nætur yfirleitt. Við ætlum kannski að fá okkur bjór í kvöld ef við nennum. Hum, ég á nú nokkra í ísskápnum. Ætli ég fái mér ekki bara einn eða svo.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Sidasti dagur fyrir prof runninn upp. Eg er eiginlega bara anægd med tad tvi ta er tetta ad verda buid. Kugadist agætlega i morgun en ældi ekki, agætis arangur svona daginn fyrir prof. Ætla ad lesa til rumlega fimm og lata tessu svo bara lokid. Get aldrei lært ad neinu viti kvoldid fyrir prof. I stadinn ætla eg bara i donskutima, eg held ad tad se meira vit i tvi. Ljosid i myrkrinu er ad tetta er væntanlega sidasta eiginlega profid mitt i allavega tessu nami. Eftir standa nokkrar verkefnavarnir sem valda svosem lika heilmiklu stressi.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ég er þreytt, pirruð, leið, stressuð og kvíðin. Ég hata próf og allt sem því fylgir. Á fimmtudaginn kl. rúmlega 16 á staðartíma ætla ég að fá mér bjór og svo annan. Á föstudaginn ætla ég ekki að læra neitt. Ég ætla að fara og versla. Ég hef tekið áskorun um að kaupa mér tvennar buxur. Mér skal takast það.
Er i pasu fra lestrinum. Akvad ad taka prof.

You Should Date A Swede!


You're a romantic, albeit an understated and practical one.

It's more about a steady partnership for you, not unrestrained falling

Your Swede will give you the unwavering love you crave

While making up some mean pancakes and meatballs on the side!




Which Foreign Guy Should You Date? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


Eg tekki bara engan Svia. Tad eru allra tjoda kvikindi i deildinni minni en en engin Svii. Alveg typiskt.

mánudagur, mars 22, 2004

Stressið er ófísíalí komið.

sunnudagur, mars 21, 2004

Ó mæ god hvað ég nenni ekki að byrja að læra. Er búin að fresta því í allan morgun og klukkan er orðin rúmlega 11. Ohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh. Sjálfsvorkun á háu stigi.

laugardagur, mars 20, 2004

EMU-ECB-The Stability pact-asymmetric shocks-monentary policy-fiscal policy-The Maastricht Treaty-Single European Market-trade barriers- dagurinn í hnotskurn.
"Prófóttinn" hefur tekið völdin, ég var byrjuð að lesa rúmlega 9 í morgun. En nú er ég orðin útlesin í bili og ætla að skella mér í ræktina til að viðhalda geðinu í sæmilegum gír.

föstudagur, mars 19, 2004

Jæja, buin ad lesa allt skyldulesefni annarinnar. Hef aldrei klarad tad tetta longu fyrir prof og oft ekki klarad tad yfirleitt. Va, ef eg hefdi nu verid svona dugleg ad lesa i BA naminu ta vissi eg sjalfsagt miklu meira nuna.
Annars er ad koma sma stress yfir mig. Tetta verda vist trjar spurningar og vid hofum atta tima til ad svara teim, ca. tvær bls. hvert svar. Mer, og fleirum veit eg, finnst tad daldid mikid, sex velritadar sidur a atta timum. Madur a ekki eftir ad hafa mikinn tima til ad hugsa. Tetta er ekki mikid minna en eg skrifadi i sidasta profi sem var 24 tima langt. En madur verdur anægdur eftir kl. 16 a fimmtudaginn kemur ad vera buin. I stad tess ad sitja alla nottina yfir tessu fer madur og fær ser bjor eda tvo.

fimmtudagur, mars 18, 2004

Var rétt í þessu að segja fyrrum MR-ingi hér í borg fréttir dagsins. Hún er í sjokki og verður það sjálfsagt næstu daga.
I am a frog swimming happily in the clear water of a pond
And I am the grass-snake that silently feeds itself on the frog.
I am the child in Uganda, all skin and bone, my legs as thin as Bamboo sticks
And I am the arms-merchant selling deadly weapons to Uganda.
I am the twelve-year-old girl, refugee on a small boat,
Who throwes herself into the ocean after being raped by a sea pirate
And I am the pirate, my heart not yet capable of seeing and loving
(Thich Nhat Hanh)

Tetta leyndist i namsefninu i grein um Structure and Morality of the EU-Asia Dialogue.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Já og eitt, skv. deildinni minni í skólanum er ég Dani. Í dag fengum við nefnilega að vita hver væri supervisorinn okkar í verkefninu. Á blaðinu stóð DK aftan við nafnið mitt. Þetta þótti strákunum fyndið. Agustsdottir hefur hingað til ekki þótt sérstaklega danskt nafn.
Í dag var talað um prófið sem er eftir viku, smá stress að koma en ekkert að ráði ennþá samt. Annars var þetta síðasti formlegi fyrirlesturinn minn í Álaborgarháskóla. Ótrúlegt enn satt. Nú er það bara próf og svo verkefnavinna fram á vor. Næsta ár er svo internship og mastersritgerð. Engin eiginleg skólasókn.

Fór líka í dönskutíma áðan. Nú var athyglinni beint að danska stjórnkerfinu. Frekar leiðinlegt eiginlega. Síðan áttum við að skrifa bls. um vinnu og mikilvægi hennar. Ég hef varla skrifað stakt orð á dönsku síðan ég var í menntaskóla. Ég var samt enga stund að þessu. Efast þó um að það hafi verið mikið vit í því sem ég skrifaði.

Dirty dancing á sænska eitt. Ég segi það enn og aftur, úff hvað ég er að verða gömul. Hvað ætli ég sé búin að sjá þessa ræmu oft?

þriðjudagur, mars 16, 2004

Úff, búin að pikka mikið. Allir ákváðu að vera á msn í kvöld. Sumir eru að kaupa sér íbúð. Mig langar líka í svoleiðis.
Á laugardaginn verður Kennedy Arkadeum opnað. Það er semsagt verslunarmiðstöð/umferðamiðstöð/bíó. Merkilegast við þetta finnst mér að væntanlega verður loksins hægt að fara í almennilegt bíóhús hér í borg. Veit ekki samt afhverju byggingin heitir Kennedy. Torgið fyrir framan lestarstöðina heitir Kennedy Plads og Kennedy Arkadeum er við það. Spurning hvort Álaborg hafi einhver sérstök tengsl við Kennedy fjolskylduna í Bandaríkjunum. Litla sagnfræðingnum innra með mér langar svoldið að komast að því.

mánudagur, mars 15, 2004

Heilsudagar Þóru komnir í gang sem aldrei fyrr. Búin að borða grænmeti og ávexti, fara í ræktina, setja á mig maska og rakakrem. Ó, já já. Það væri bara óskandi að þessi atorka mín nýttist líka í lærdóminn.
Tók óafvitandi þátt í einnar mínútu þögn vegna sprengjutilræðisins á Spáni, kl. 12 var ég að lesa og það var alveg grafaþögn hér í herberginu. Sósíalistarnir unnu í þingkosningunum, ég held að þeir séu nú skömminni skárri en Aznar og félagar. Fylgispektin við Georg Runna og hans menn ætti allavega að minnka eitthvað.

sunnudagur, mars 14, 2004

Letin lætur ekki að sér hæða, virðist vera komin til þess að vera. Það er bara ekki nóg pressa á mér, enn tíu dagar í próf og ekki svo mikill lestur eftir og hópverkefnið langt í burtu. Sjónvarpið styður þó betur við bakið á mér núna en í gær, vinir eru t.d. að byrja núna á einni stöðinni. Veðrið er skömminni skárra en í gær, rigning í stað slyddu.
Úff, eins og sjá má þá er ekkert að gerast hjá mér. Ég tala bara aftur um nákvæmlega það sama og ég gerði í gær.

laugardagur, mars 13, 2004

He, he, he, sænskur bachelor þáttur. Piparsveinninn heitir Patrik (sagt með svaka fínum sænskum hreim) og það er nú svoldið annar bragur yfir þessu en bandarísku fyrirmyndinni. Sænska liðið er ekki alveg eins svakalega hresst og það bandaríska. Nei sko, þarna er líka einn fulltrúi dönsku þjóðarinnar og hún talar bara dönsku við Svíana. Skil hana betur en hinar dömurnar.
Ojj, ógeðslegt veður úti. Minnir mig bara á ströndina. Eða nei, það er of blautt til þess. Þetta er meira svona eins og dæmigerð Reykjavíkur bleytuslydda. Ekkert í sjónvarpinu, Daninn er að bregðast mér. En ég ætla samt ekki að læra. Ég sit þá bara hérna og stari út í loftið. Í kvöld er það svo ostakaka hjá Dögg.
Letidagur. Ég verð að hætta mér út í blauta ógeðslega snjóinn til þess að ná í snakkið og súkkulaðið.

föstudagur, mars 12, 2004

Skítaveður í Álaborg, óvenju hvasst og vindurinn er napur.

Maður verður nískur á því að búa í Danmörku. Ég fór út í búð áðan og keypti mat fyrir rúmar 280 kr danskar. Hef aldrei keypt fyrir svona mikið áður og mér ofbauð bara eyðslan. Reyndar var ekkert orðið til í ísskápnum. Í ísl. krónum gerir þetta rúm þrjú þúsund og þetta eru margar máltíðir fyrir mig eina. Ég fæ áfall þegar ég þarf aftur að fara að versla í matinn heima á Frónni.

Er hætt að læra í dag og ætla að horfa American Wedding á dvd. Það hlýtur að vera hægt að hlæja að þessari vitleysu eins og hinum.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Arrrrrgggg, ég þoli ekki ítalska skeggbrodda í vaskinum mínum.
Hryðjuverk á Spáni. Þetta er að verða ískyggilegt. Það fyrsta sem kom upp í hugann var að í dag eru akkrúat tvö og hálft ár frá árásinni á tvíburaturnana. Á maður eitthvað að vera að ferðast til stórborga?
Buin med lestarskammt dagsins skv. aætluninni godu. Las lika tad sem eg atti eftir fra tvi i gær tannig eg er bara alveg a aætlun. Hausinn a mer er lika alveg tomur nuna. Eg ætla ad fara i ræktina nuna og sidan heim ad elda. Bara agætur dagur.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Skrítnar draumfarir í nótt. Fyrst vaknaði ég um fimm leytið og var þá nýbúin að lenda í skotárás. Eina vörnin sem við höfðum gegn árásarmönnunum var teppi sem ég var með og það virtist duga eitthvað. Þegar ég vaknaði var ég nýbúin að kyrkja einn af vondu körlunum. Eftir klósettferð fór ég aftur að sofa og mig hélt áfram að dreyma. Að þessu sinni var ég stödd í Noregi, nánar til tekið í norskri gúmímottuverksmiðju. Taka skal fram að ég hef aldrei komið til Noregs né í gúmíverksmiðju. Þetta var fyrsti dagurinn minn sem gúmímottugerðarmaður og verkstjórinn var að sýna mér hvernig maður bressaði munstrið í gúmíið með svona nokkurs konar heflara. Ótrúleg vitleysa.

Danska ríkið eða kommúnan í Álaborg fær stórt prik í dag. Ég fór í minn fyrsta dönskutíma og það verður bara að viðurkennast að þetta var bara gaman. Þarna sátum við ca. 10 ásamt kennaranum Tínu og töluðum um hin ýmsu efni eins og danska skólakerfið, jafnrétti kynjanna og fleira. Ég tjáði mig meira að segja svoldið og átti ekki í neinum vandræðum með að skilja dönskuna. Svo voru líka hinir nemendurnir athyglisverðir, Kóreubúi, Kínverji, Letti sem fannst voða gaman að tala, könsk húsmóðir og fleiri. Við hliðina á mér sat kona með kápuna sína hneppta upp í háls allan tímann og klút yfir hárinu. Svo kom í ljós að hún heitir Zara og er kúrdi frá Írak. Ég hef aldrei áður hitt einhvern frá hinu alræmda Írak og því síður kúrda. Hún hefur örugglega sögu að segja.
Meira um hjolamenningu Dana. Tegar eg var krakki heima a strondinni, var ogedslega fyndid ad gefa svona merki tegar madur beygdi a hjoli. Svona eins og tykjustinni stefnuljos. Aldrei datt manni i hug ad tetta væri i alvorunni notad. Ad sjalfsogdu er tetta notad og ekki hvad sist her i hjolarikinu Danmorkui. Tad kemur samt ekki i veg fyrir ad eg skriki stundum adeins tegar eg se gamla karla med hatt gera tetta.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Fór í eróbik áðan og náði bara alveg að fylgjast með ó já, já. Slæ tvær flugur í einu höggi, eróbik og dönskukennsla á sama tíma. Annars er fyrsti dönskutíminn minn annað kvöld. Úff, þetta verður langur dagur, tímar 10-17 og danska 18-21.

Mér finnst alltaf duldið fyndið að sjá Dana í spinning. Þeir hjóla allan daginn og fara síðan í ræktina og halda áfram að hjóla.

mánudagur, mars 08, 2004

Úhú, skrall næstu helgi?
hvað er að þessu djöfuls drasli?
Var búin að skrifa ógeðslega langa færslu um mínar innstu hugsanir en...
Ekkert nema leti og ómennska. Lítið um lærdóm en ég er búin að búa til lestrarplan þannig að ég veit að ég næ að lesa allt fyrir prófið án þess að lenda í veseni með það. Það góða við svona plön er að ég fer yfirleitt eftir þeim og líður vel á meðan.

Annars var morguninn hálf leiðinlegur. Ég fór í strætó á Aþjóðaskrifstofuna og gleymdi vettlingunum mínum og húfinni í strætónum. Svo þegar ég kom á skrifstofuna var ég ekki með alveg allt sem ég þurfti þannig að ég þarf að fara aftur þangað á morgun. Afskaplega pirrandi.

sunnudagur, mars 07, 2004

Stúrin :(
Þetta er búin að vera óvenju pródöktiv helgi. Það er svona þegar maður fer ekkert út á lífið. Er búin að senda slatta af mailum til hinna og þessa, þrífa baðherbergið hátt og lágt, stinga í tvær þvottavélar og fara með fjóra höldupoka af ruslpósti í blaðagáminn. Er að vísu ekkert búin að læra en ég var dugleg við það í gær.
Í gær eldaði ég líka nautakjöt með alvöru bernes sósu ekki svona úr flösku eins og síðast heldur bara alvöru knorr úr pakka. Það var bara ljómandi gott, ekkert seigt eða neitt.

laugardagur, mars 06, 2004

Fór út að labba í frábæra veðrinu sem var hérna í dag. Gekk niður að höfn, var ekki búin að gera mér grein fyrir að hún væri svona nálægt. Þar sá ég marga báta eins og vera og ber og þeir eru slatti öðruvísi en þeir sem ég er vön að heiman. Mér varð hugsað til afa á Jaðri, hann hefði sko haft gaman að því að skoða þá.

Svo er ég bara búin að vera dugleg að lesa, afskaplega róleg og "dull" helgi eitthvað. Ætla mér að elda núna á eftir góðan mat og taka síðan bara spólu eða eitthvað. Ekkert í imbanum.
Jíbbíkóla. Ég er búin með application bréfið fyrir Internshipið. Ég er semsagt að sækja um internship hjá European Women's Lobby í Brussel. Vonandi fæ ég þetta, það væri frábært. En ég er nú ekkert of bjartsýn. En allavega á mánudaginn fer ég á alþjóðaskrifstofuna og sendi umsóknina. Fyndið að klukkan sé ekki einu sinni orðin 12 á hádegi á laugardegi og ég sé í alvöru búin að koma einhverju í verk.

Í dag fóru eða fara mamma, pabbi og Tanja Kristín að Melum og ætla vera þar eina nótt. Ég verð nú að viðurkenna að ég myndi frekar vilja vera þar núna en hér. Það er ekkert að gerast þessa helgi, það á bara að læra og læra aðeins meira. En nú ætla ég að hætta að vorkenna sjálfri mér og fara út í búð og bakarí og kaupa eitthvað gott.

föstudagur, mars 05, 2004

Fór í ræktina áðan. Dó næstum á hlaupabrettinu, eftir 10 mínútna hlaup var ég orðin alveg lafmóð. Allt annað en á mánudaginn var, þá var þetta ekkert mál. Tel þetta tengjast því að ég er að verða eitthvað veik. Ég finn fyrir óþægindum í hálsi og svona. Dreif mig þess vegna í Super og keypti sterkar C-vítamín töflur. Ég vona að þær drepi þetta í fæðingu, nenni bara alls ekki að verða veik. Auk C-vítamínsins keypti ég skaft, skrúbb á skaftið og súkkulaðikex. Þetta kostaði samtals 99 kr.

Ég fékk áðan bréf frá AOF. Minn er boðaður á dönskunámskeið þann 10. mars n.k. kl. 18. Næ fjórum tímum áður en ég fer heim um páskanna. Þetta verður sjálfsagt svaka stuð.
Tegar madur situr a bokasafninu dottandi yfir tungri grein um Integration kenningar, er ekkert sem vekur mann eins vel og ad fatta skyndilega ad hinn tyski Wolfgang Zank professor i faginu stendur rett hja manni. Takk Zank.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Jæja, þá er ég formlega komin í verkefnishóp. Þetta var mun auðveldara ferli en á síðustu önn. Við Greg ákváðum að vera saman og svo bættist hinn grískættaði Dani Andreas í hópinn. Mér líst bara vel á þetta, engir óskiljanlegir og illa skrifandi Kínverjar eða barnalegir Ungverjar. (Taka skal fram að ég veit vel að hvorki allir Kínverjar né Ungverjar eru eins og þær Jing og Nikki) Ég fór náttúrulega að barma mér yfir lágu námsláni en fékk enga vorkunn. Greg, hinn pólski, hélt nú að það væri lítið mál að lifa af 4000 kr dönskum á mánuði. 2000 fyrir leigu og þá er annað eins eftir fyrir mat, lítið mál. Ef þetta væri nú bara svona einfalt. Það lifa ekki allir jafn "einföldu" lífi.

Annars er nú bara hálfgert letilíf í kvöld. Eldaði kjúkling, keypti meira að segja kók og svo auðvitað Kims snakk með lauk og sýrðum rjóma. Er að verða háð þessu ógeði. Á morgun fer ég í ræktina. Á eftir er það svo nýr þáttur af Skadestuen. Það er ekkert betra en að sökkva sér í ólifnað þegar maður á að vera að læra.
Tad virdist vera ad færast eitthvad ognarjafnvægi yfir ged mitt tessa dagana. Skap mitt er hætt ad sveiflast eins mikid og tad hefur verid ad gera undanfarid. Ætli eg se ekki bara ad venjast lifinu og tilverunni her i Alaborginni. Eg veit samt ad ofgarnar eru alltaf handan vid hornid og eg tarf ad passa mig. Annars hjalpar tad orugglega lika til ad eg fer heim i byrjun april, tad er alltaf gott.

I gær fekk eg svo loksins greitt fra LIN. Heildarlansupphæd fyrir sidustu onn sem telst vera fimm manudir er 230 tusund. Tad gera um tad bil 46 tus a manudi. Eg hef aldrei verid tekkt fyrir mikla eydslusemi en eg treysti mer nu samt ekki til ad lifa a tessu. Eg fæ næstum helmings skerdingu vegna teirra uber hau launa sem eg hafdi a sidasta ari. Kosturinn er to ad eg a ta eftir ad skulda minna i namslan og mer er illa vid allar skuldir. Tetta reddast samt alveg skyldi madur ætla.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Ég var á mínum venjulega bloggrúnti og sá að g-ið heldur áfram að fjölga sér. Geiri og hans kona eiga von á barni í ágúst, til hamingju með það. Mér reiknast til að það verði fjórða g-barnið, tvö eru þegar komin í heiminn og von er á einu í apríl. Svo veit maður ekki, kannski eru fleiri á leiðinni.
Sól og blíða í dag í Álaborginni. Þurfti að kaupa mér nýtt strætókort og ákvað svo að fara aðeins inn í Matas. Þar keypti ég mér teygjur og andlitskrem og það sem meira er gloss og augnskugga. Ó já, já, þetta er ekki svo lítill viðburður. Síðast keypti ég mér augnskugga í desember 1998. Ég man það af því að það var í litla ljóta mollinu í "litla" ljóta Pottstown í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum. Þetta er því stór dagur í mínu lífi.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Í dag sat ég á bókasafninu og leitaði að greinum um lobbyisma og Evrópusambandið. Svo var það eróbikið. Skildi meira núna en síðast og núna voru margir lélegri en ég. Í kvöld las ég svo grein um hinar ýmsu EU integration theories. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg grein og þar voru margar heillandi kenningar nefndar á nafn. Uppáhaldið mitt er Liberal Intergovernmental Institutionalism. Hvaða snillingur gefur kenningu svona þjált og þægilegt nafn?
Núna ætla ég að smyrja nesti fyrir morgundaginn og horfa síðan á Skadestuen fyrir svefninn.
Eg tarf ad kaupa mer heftara.

mánudagur, mars 01, 2004

Æi, voðalega er ég eitthvað tensuð.