föstudagur, mars 12, 2004

Skítaveður í Álaborg, óvenju hvasst og vindurinn er napur.

Maður verður nískur á því að búa í Danmörku. Ég fór út í búð áðan og keypti mat fyrir rúmar 280 kr danskar. Hef aldrei keypt fyrir svona mikið áður og mér ofbauð bara eyðslan. Reyndar var ekkert orðið til í ísskápnum. Í ísl. krónum gerir þetta rúm þrjú þúsund og þetta eru margar máltíðir fyrir mig eina. Ég fæ áfall þegar ég þarf aftur að fara að versla í matinn heima á Frónni.

Er hætt að læra í dag og ætla að horfa American Wedding á dvd. Það hlýtur að vera hægt að hlæja að þessari vitleysu eins og hinum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home