Sól og blíða í dag í Álaborginni. Þurfti að kaupa mér nýtt strætókort og ákvað svo að fara aðeins inn í Matas. Þar keypti ég mér teygjur og andlitskrem og það sem meira er gloss og augnskugga. Ó já, já, þetta er ekki svo lítill viðburður. Síðast keypti ég mér augnskugga í desember 1998. Ég man það af því að það var í litla ljóta mollinu í "litla" ljóta Pottstown í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum. Þetta er því stór dagur í mínu lífi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home