föstudagur, mars 05, 2004

Fór í ræktina áðan. Dó næstum á hlaupabrettinu, eftir 10 mínútna hlaup var ég orðin alveg lafmóð. Allt annað en á mánudaginn var, þá var þetta ekkert mál. Tel þetta tengjast því að ég er að verða eitthvað veik. Ég finn fyrir óþægindum í hálsi og svona. Dreif mig þess vegna í Super og keypti sterkar C-vítamín töflur. Ég vona að þær drepi þetta í fæðingu, nenni bara alls ekki að verða veik. Auk C-vítamínsins keypti ég skaft, skrúbb á skaftið og súkkulaðikex. Þetta kostaði samtals 99 kr.

Ég fékk áðan bréf frá AOF. Minn er boðaður á dönskunámskeið þann 10. mars n.k. kl. 18. Næ fjórum tímum áður en ég fer heim um páskanna. Þetta verður sjálfsagt svaka stuð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home