sunnudagur, mars 07, 2004

Þetta er búin að vera óvenju pródöktiv helgi. Það er svona þegar maður fer ekkert út á lífið. Er búin að senda slatta af mailum til hinna og þessa, þrífa baðherbergið hátt og lágt, stinga í tvær þvottavélar og fara með fjóra höldupoka af ruslpósti í blaðagáminn. Er að vísu ekkert búin að læra en ég var dugleg við það í gær.
Í gær eldaði ég líka nautakjöt með alvöru bernes sósu ekki svona úr flösku eins og síðast heldur bara alvöru knorr úr pakka. Það var bara ljómandi gott, ekkert seigt eða neitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home