miðvikudagur, mars 17, 2004

Í dag var talað um prófið sem er eftir viku, smá stress að koma en ekkert að ráði ennþá samt. Annars var þetta síðasti formlegi fyrirlesturinn minn í Álaborgarháskóla. Ótrúlegt enn satt. Nú er það bara próf og svo verkefnavinna fram á vor. Næsta ár er svo internship og mastersritgerð. Engin eiginleg skólasókn.

Fór líka í dönskutíma áðan. Nú var athyglinni beint að danska stjórnkerfinu. Frekar leiðinlegt eiginlega. Síðan áttum við að skrifa bls. um vinnu og mikilvægi hennar. Ég hef varla skrifað stakt orð á dönsku síðan ég var í menntaskóla. Ég var samt enga stund að þessu. Efast þó um að það hafi verið mikið vit í því sem ég skrifaði.

Dirty dancing á sænska eitt. Ég segi það enn og aftur, úff hvað ég er að verða gömul. Hvað ætli ég sé búin að sjá þessa ræmu oft?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home