þriðjudagur, mars 02, 2004

Í dag sat ég á bókasafninu og leitaði að greinum um lobbyisma og Evrópusambandið. Svo var það eróbikið. Skildi meira núna en síðast og núna voru margir lélegri en ég. Í kvöld las ég svo grein um hinar ýmsu EU integration theories. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg grein og þar voru margar heillandi kenningar nefndar á nafn. Uppáhaldið mitt er Liberal Intergovernmental Institutionalism. Hvaða snillingur gefur kenningu svona þjált og þægilegt nafn?
Núna ætla ég að smyrja nesti fyrir morgundaginn og horfa síðan á Skadestuen fyrir svefninn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home