fimmtudagur, mars 04, 2004

Jæja, þá er ég formlega komin í verkefnishóp. Þetta var mun auðveldara ferli en á síðustu önn. Við Greg ákváðum að vera saman og svo bættist hinn grískættaði Dani Andreas í hópinn. Mér líst bara vel á þetta, engir óskiljanlegir og illa skrifandi Kínverjar eða barnalegir Ungverjar. (Taka skal fram að ég veit vel að hvorki allir Kínverjar né Ungverjar eru eins og þær Jing og Nikki) Ég fór náttúrulega að barma mér yfir lágu námsláni en fékk enga vorkunn. Greg, hinn pólski, hélt nú að það væri lítið mál að lifa af 4000 kr dönskum á mánuði. 2000 fyrir leigu og þá er annað eins eftir fyrir mat, lítið mál. Ef þetta væri nú bara svona einfalt. Það lifa ekki allir jafn "einföldu" lífi.

Annars er nú bara hálfgert letilíf í kvöld. Eldaði kjúkling, keypti meira að segja kók og svo auðvitað Kims snakk með lauk og sýrðum rjóma. Er að verða háð þessu ógeði. Á morgun fer ég í ræktina. Á eftir er það svo nýr þáttur af Skadestuen. Það er ekkert betra en að sökkva sér í ólifnað þegar maður á að vera að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home