laugardagur, mars 06, 2004

Jíbbíkóla. Ég er búin með application bréfið fyrir Internshipið. Ég er semsagt að sækja um internship hjá European Women's Lobby í Brussel. Vonandi fæ ég þetta, það væri frábært. En ég er nú ekkert of bjartsýn. En allavega á mánudaginn fer ég á alþjóðaskrifstofuna og sendi umsóknina. Fyndið að klukkan sé ekki einu sinni orðin 12 á hádegi á laugardegi og ég sé í alvöru búin að koma einhverju í verk.

Í dag fóru eða fara mamma, pabbi og Tanja Kristín að Melum og ætla vera þar eina nótt. Ég verð nú að viðurkenna að ég myndi frekar vilja vera þar núna en hér. Það er ekkert að gerast þessa helgi, það á bara að læra og læra aðeins meira. En nú ætla ég að hætta að vorkenna sjálfri mér og fara út í búð og bakarí og kaupa eitthvað gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home